Færsluflokkur: Bloggar

TOYOTA

Jæja, nú er ekki verið að aka um á eyðslufrekum jepplingi. Núna er mín búin að fjárfesta í sinni fyrstu Toyota. Hafði skipti á Súkkunni minni og Toyota Corolla. Er reyndar að yngja upp um eitt ár, sem er bara hið besta mál. En núna ætti ég vonandi að fara að sjá lægri bensínkostnað í framtíðinni. Við erum orðin svo samstíga í þessu skötuhjúin. Bæði á Toyota bílunum og bæði á Honda mótorhjólum. Eigum eins flíspeysur... úff... hvað næst?!! Hehehehe!

Ég veit um eina sem verður ánægð með mig núna, að vera komin á Toyota. Nefni engin nöfn Wink


ÞINURINN - sá leyndardómsfulli

02.01-11.01 og  05.07-14.07

Þinurinn er hrjúfur og kuldalegur og hefur óvenjulega smekk. Í margmenni hefur hann sig lítt í frammi og kemur fram af mikilli kurtieis. Hann er mjög metnarfullur, vel gefinn og sérlega iðinn. Gagnvart ókunnugum getur hann verið mjög fráhrindandi. Hann er oft þrár og ótútreiknanlegur og getur verið einmanna í stórum hópi. Í nauðum geta kunningjar hans þó alltaf á hann treyst. Þetta er sem sagt mjög ábyggileg persóna. í ástum er erfitt að gera honum til geðs. Hann krefst mikils, en lætur lítið af hendi. En verði sá eða sú eina og rétta á vegi hans skortir ekkert á innileikann og tryggðina. Þá er hann reiðubúinn að leggja allt í sölurnar.

Ég man eftir Kidda Viðari frænda og mömmu minni, innan þessara dagsetninga


Kolaportið

Ég hef nú áður nefnt Kolaportið hér á bloggbullinu mínu. Ætla að koma aftur inn á það. En það stafar að því að ég fór ásamt tveimur öðrum þar síðustu helgi. Tókum þrjár saman tvo bása. Ég endaði helgina á því að vera búin að selja alls konar dót sem ég ætlaði jafnvel að henda. Stóð uppi með 36þúsund í peningum. Ekki er það eitthvað sem maður týnir upp af götunni! Mér fannst þetta bara vel af sér vikið. Mæli alveg með þessu, en menn þurfa að vera búnir að gíra sig í þetta og helst að vera búin að fara nokkrar ferðir í heimsókn áður, til að fá tilfinninguna. Ég man bara þegar að ég fór þangað fyrst... úff... ég taldi skrefin þanngað til ég komst út! En í dag er þetta allt annað mál. Bara gaman að kíkja á mannlífið. Mæli með því Grin

EPLATRÉÐ - ástin

01.01 og 25.04-04.07 og 23.12-31.12

Það sem eplatréð þráir mest er að elska og vera elskað. Það er ástfangið allt sitt líf. Það glatar ekki því aðdráttarafli sem það hefur fyrir hitt kynið, þótt það sé komið á gamals aldur. Í ástum er það nærgætnin sjálf og á til nóga tryggð, ef því er að skipta. En afskiptaleysi þolir það ekki, eigi samband með því að vera gott. Séu aðstæðurnar réttar getur eplatréð náð miklu áliti og virðinu. Það lifir þó fyrir daginn í dag og hugsar lítt um morgundaginn. Þetta er áhyggjulítill heimspekingur, gæddur nægu ímyndunarafli. Eplatréð á ekki eigingirni til. Það gæfi sína síðustur skyrtu, ef því væri að skipta. En fyrir vikið er líka hætta á að ýmsir nota sér veglyndi þess.

Hmmm... ég þekki nokkra hér. Alli minn, Hinni bróðir hans og Bylgja, Edda samstarfskona mín, Svana vinkona, Ninna, Baldvin bróðir, Guðrún frænka og Skúli pabbi hennar. Maggi Þór hennar Ingu svo  eitthvað sé talið upp.


FURNAN - sú sem vill eiga völina

19.02-29.02 og 24.08-02.09

Hún veit vel um aðdráttarafl sitt. Hún er líka ögn sjálfselsk og kann vel við sig í glöðum og góðum hópi. Hún á ekkert til sem heitir að láta ekki á sér bera. Djörf og frjáls er hún alls staðar eins og fiskur í vatni. Þetta er góður félagi, en reynslan verður að skera úr um hver góður vinur hún er. því gerist það að ástin er fljót að brenna upp hjá henni. Hún slokknar jafn fljótt og hún kviknar. furan fær oft að reka sig á og henni er tamt að gefast nokkuð fljótt upp. Því mæta henni mörg vonbrigði. Hún finnur helst frið í vinnunni meðan hún er að jafna sig. Hún er ágætur skipuleggjandi og nýtur trausts meðal annnarra.

Fyrir utan mig sjálfa þá man ég eftir Steinunni Stefáns vinkonu sem fellur undir þessa sömu trjátegund og svo jú Gurrý Jóhanns líka. Steinunn í feb og Gurrý í sep.


Löt - latari - lötust ?

Ég verð að játa að ég er búin að vera frekar löt við þetta. En ég held að ég ætti samt að taka mig taki og gera eitthvað skiplegt hér. Ég gæti sem dæmi hjálpað ykkur við jólaundirbúninginn Wink hóhóhó!

En ég fékk í hendurnar frekar skemmtilega lesingu um daginn. Þar var fyrisögnin : Hvaða trjátegund ertu? Mér fannst þetta forvitnilegt og komst að því með lesningu minni að ég er Fura! Núna ætla ég að koma með þessar trjátegundir af og til svo að þið getið lesið um ykkar trjátegund. Gaman að sjá hvort að þetta á við ykkur. Ég er ekki frá því að lýsingin á Furunni eigi ögn við mig. En það er kannski ekki mitt að dæma. En hér ætla ég að láta fylgja formálann að greininni sem ég las.

Ertu glöð, ánægð og bjartsýn persóna eða einkennist sálarlíf þitt ef til vill meira af kulda og tortryggni? Er ástin þér mikils virði eða fórnar þú öllu fyrir fé og frama? Hinir fornu Keltar töldu að rekja mætti slíka persónuleikaþætti ti leinkenna þeirrar trjátegundar sem á við fæðingardag viðkomandi einstaklinga. Þetta sérkennilega og um leið merkilega forlagaspákerfi Kelta er á margan hátt sambærilegt við spákerfi annara fornþjóða svo sem Assyringa og Kínverja. keltar dýrkuðu meðal annars tré og gáfu tilteknum tímabilum á árinu nöfn ýmissa trjátegunda. Þetta mun alls hafa verið 21 tré aða 3 sinnum 7, en þessar tölur voru helgar í augum þeirrra. Fjögur tré réðu yfir aðeins einum einasta degi en það voru 21.mars og 23.september eða þegar dagur og nótt eru nákvæmlega jafn löng, 24.júní þegar sól er hæst á lofti og 22.desember þegar sól er lægt á lofti. Til þess að sjá hvaða "trjátegund" þú ert samkvæmt hinum ævaforna spákerfi Keltanna getur þú borið fæðingardag þinn saman við töfluna sem hér fylgir og séð hvaða tré á við fæðingardag þinn. Þar með geturðu einnig séð hitt og þetta um sjálfan þig, persónuleika þinn, kosti og galla.

Ég ætla mér reyndar ekki að setja töfluna hér inn, en kem með hverja tjátegund fyrir sig og fyrir hvaða daga hún stendur.

Góða skemmtun!


Sköpunarsagan

Guð byrjaði með að skapa asnann og sagði síðan við hann: - Þú ert Asni. Þú átt eftir að þræla hvern einasta dag og verður kallaður heimskur. Þú munt lifa í 20 ár. Asninn svaraði: Ojoj þetta hljómar ekki vel....getum við ekki sagt að ég lifi bara í 5 ár. - Guð samþykkti tillögu asnans. Síðan skapaði Guð hundinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður hundur og munt einbeita þér að því að hlýða, borða afganga og standa vörð um húsið. Þú munt lifa í 35 ár. Hundurinn svaraði: Ojoj, þetta verður ekkert skemmtilegt líf, er ekki nóg að ég lifi bara í 15 ár? - Guð samþykkti tillögu hundsins. Nú skapaði Guð páfagaukinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður páfagaukur. Þú munt sitja úti í horni og endurtaka allt sem sagt er til ama fyrir alla. Þú munt lifa í 75 ár. Páfagaukurinn svaraði: Þetta hljómar frekar einhæft og leiðinlegt. Getum við ekki bara sagt 50 ár og málið er dautt? - Guð samþykkti tillögu gauksa.

Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: - Þú ert karlmaður og munt lifa góðu lífi. Þú ert vel greindur og munt ráða ríkjum á jörðinni. Þú munt lifa í 20 ár. Maðurinn svaraði: Þetta hljómar allt mjög vel og ég mun örugglega una hag mínum vel. En get ég ekki lifað aðeins lengur? (og nú sannaði karlmaðurinn greind sína): - Get ég ekki fengið 15 árin sem asninn vildi ekki, 20 árin sem hundurinn afþakkaði og líka þessi 25 ár sem páfagaukurinn vildi ekki? Guð samþykkti tillögu mannsins.
Þess vegna lifir maðurinn æðislegu lífi upp að 20 ára aldri. Síðan giftir hann sig og þrælar næstu 15 árin og venst því að vera kallaður heimskur.
Næstu 20 árin fara í að uppfylla þarfir allra fjölskyldumeðlimanna, borða afganga og passa húsið. Að lokum situr karlmaðurinn síðustu 25 ár ævinnar úti í horni og endurtekur allt það sem sagt er, til ama fyrir alla í nánasta umhverfi.

hmm... er eitthvað til í þessu? Ég er svo óreynd og búin að vera svo stutt á föstu miðað við aldur. Hvað segið þið þarna, reynsluboltar?


Enn ein helgin búin

Úfff... þetta er ekki fyndið hvað tíminn líður hratt. Ég verð að játa að ég er ekki alveg að fatta þetta. Líklega er maður með of stífa dagskrá sem gerir það að verkun að það vantar fleiri tíma inn í sólarhringinn. En það er auðvitað val hvers og eins. Við eigum alveg að geta ákveðið hver fyrir sig hvernig studnatafla vikunnar er. Það þarf jú ekki að gera allt og taka þátt í öllu.

Nú erum við Alli að koma okkur fyrir á nýja staðnum og maður er svona að spá í fyrirkomulagið í húsinu. Sá sem átti íbúðina á undan okkur skildi t.d með rauð slönguljós eftir í þvottahúsinu mér til mikillar skelfingar. Ég bara var ekki að trúa því að fólkið ætlaði að skreyta húsið með slönguljósum eins og notað er á bensínstöðvum og atvinnuhúsnæðum. Oj bara. Ekki mín tegund af jólaskrauti. En svo þegar að ég ræddi við nágrannan þá kom í ljós að hann hafi verið á ská og skjön við hina, svo að það var mkill léttir. Svalirnar verða með mislitum perum. Það er lítið mál, þar sem ég á þannig seríu fyrir Grin

Svo komst ég að því að næsta sumar á okkar hluti af húsinu að sjá um sláttinn á grasinu í kringum húsið. En þessir tveir stigagangar skipta á milli sín slættinum með þessu móti. Eitt sumarið eru þau á nr. 27 með sláttinn og næsta sumar við og svo koll af kolli. Ég er búin að finna sláttuvélina sem mig langar í. Ef að ég fæ samþykki fyrir þessum kaupum þá veit ég að vil Alli munum slást um að fá að slá blettinn, hahahaLoL

sláttuhjól


Bara ein lítil spurning...

...er ekki bráðum að koma helgi?

þreyttur


Kósí kvöld í Garðheimum

Bara að minna ykkur á kósí kvöldið í Garðheimum. Kann ekki að setja auglýsinguna inn á síðuna svo að ég bendi ykkur bara á að kíkja á heimasíðu Garðheima InLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband