Engin lognmolla

Það fer ekkert á milli mála að Facebook hefur stolið athyglinni frá bloggi og öðrum áður vinsælum síðum á veraldrarvefnum. Spurning hvort að maður eigi að fara að nota bloggsíðuna aftur og skella inn ýmsum vangaveltum og skoðunum, öðrum til ama Devil

Þegar að ég skráði mig upphaflega á blog.is þá var það eingöngu til að setja inn léttmeti og alls konar skemmtilegar myndir sem léttir fólki lundina frekar en að fara inn á alvarleg mál. Núna ætla ég að gera tilraun til að vera ögn alvarlegri, kannski með smá léttum tóni inn á milli. Sjáum hvað setur.

En þar sem það er sjaldnast logmolla á landinu og í þjóðfélaginu, ætla ég að prufa. Frá og með 1.apríl verð ég hér inni á alvarlegri nótum en fram til þessa. 

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband