27.1.2007 | 00:12
Hvernig á að afgreiða húsverkin
Þegar að svona kona eins og ég... kona sem vantar alveg þörfina fyrir að grípa ryksuguna og moppuna reglulega væri óskandi að það væri hægt að hafa þetta einfaldara. T.d. setið með fartölvuna í fanginu fyrir framan sjónvarpið. Dæmi :
1. Stofnaðu nýtt skjal í tölvunni þinni.
2. Gefðu skjalinu nafnið "Húsverkin"
3. Sendu skjalið í "Ruslafötuna".
4. Tæmdu "Ruslafötuna".
5. Forritið mun spyrja þig "Ertu viss um að þú viljir þurrka út Húsverkin endanlega?"
6. Rólega svaraðu "Já" og smelltu ákveðið með músarbendlinum.
7. Góð tilfinning?
Virkar hjá mér!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.