
Það hefur verið mikil umræða um að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum. Ég verð að segja að ég sé ekki alveg fyrir mér það dæmi ganga upp. Sjái þið fyrir ykkur að koma inn í Bónus, Krónuna, Hagkaup eða hvað þessar búiðir heita, og ætla að fá að kaupa áfengi? Hafið þið tekið eftir hvernig fólk er við afgreiðslu í búðum nú til dags? Þetta eru bara krakkar! Þau eru sjálf ekki komin með aldur til að kaupa áfengi, hvað þá að afgreiða það. Það er einna helst í Nettó sem þetta væri hægt. Þar er flest afgreiðslufólkið fullorðið. Ég held að engin sem er hlyntur þessari hugmynd hafi reiknað dæmið til enda...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.