Alltaf gaman að hrekkja

Ég hef alltaf verið agalegur púki. Get ekki neitað því og margir orðið fyrir barðinu á stríðninni hjá mér.Síðast þá sett ég bláan matarlit út í mjólkina hjá vinnufélögunum 1. apríl og það voru margir sem gengu að vaskinum og helltu grænu kaffinu í vaskinn. Skil ekkert í fólki að vilja ekki grænt kaffi. En bláa mjólkin á auðvitað að vera blá. Ekki satt? Ótrúlega fyndið Devil

Einn hrekkur er alveg ótrúlega fyndinn. Ef þú þekkir einhvern sem kann ekki fingrasetninguna á lyklaborðinu og þarf alltaf að horfa á takkana. Þá er til einn skemmtilegur hrekkur. Pikkaðu upp nokkra takka og víxlaðu þeim. T.d. E og R, M og N, K og L, F og G... þetta er ég búin að gera nokkrum sinnum og í hvert einasta skipti verður viðkomandi alveg hoppandi pirraður á þessu "ónýta drasli". Svo er hægt að setja límband undir sumar tölvumýs, þá virka þær ekki.

En einn besti hrekkur sem ég hef gert, var algjör tilviljun. Það stóð ekkert til að hrekkja en ég bara gat ekki látið það vera. Ég var líklega 16 ára og var heima. Þurfti að tala við pabba sem var í vinnunni og hringdi í símann sem var á bókbandinu. Sími sem allir höfðu aðgang að og það var bara tilviljun hver svaraði í hann. Þarna voru ekki komnir neinir gsm símar, þar sem þú hringir bara beint í viðkomandi. Jæja, en ég þekkti þann sem svaraði og ákvað bara á sama augnabliki og ég heyri rödd hans að stríða honum. Breytti rödd minni í eins fullorðinslega rödd og ég gat og spurði eftir þessum sem hafði svarað símanum. "Jú, þetta er hann" svaraði hann. "Já, sæll" sagði ég. "Ég hringi frá Landspítalanum, getur þú nokkuð komið til okkar í smá rannsókn" Hann varð auðvitað mjög hissa, en ég var ekkert búin að ákveða neitt og var alveg á fullu að hugsa hvað ég ætti að segja við hann. "Jú, sjáður til" sagði ég. "Við viljum gjarnan fá að skoða aðeins betur í þér blóðið" Hann varð mjög hissa og vildi fá að vita eitthvað nánar. Ég fór alveg á flug og heilasellan mín var eins og ping pong kúla í hausnum á mér. "Heldur þú að þú getir skotist til okkar" spurði ég bara aftur. "Jú, ég get það sagði hann, en hvað er málið?" Ég veit ekki hvernig mér datt þetta í hug, en sagði "Það er engu líkara en að það sé að myndast mygla í blóðinu þínu" Hann varð auðvitað ekkert lítið hissa og sagðist ætla að koma eins og skot. Allt í einu fattaði ég að hann var að skella á. Ég gargaði í símann nafnið hans, rétt áður en hann lagði símtólið á. Hann tók upp aftur og það hafði ekki slitnað af því að ég hafði hringt, en ekki hann (svona virkar þetta á gömlu símana). "Já" sagði hann í spurnartóni þegar að hann tók upp símtólið aftur. "Þetta er Anna" sagði ég við hann. Hann spurði hissa hvaða Anna. "Anna Viðars" sagði ég. "Ha? Ert þú að vinna hja Landspítalanum?" Ég fór að skelli hlæja og sagði honum að ég hefði bara verið að fíflast í honum. Hann var smá stund og kveikja og hló síðan og játaði að ég hefði heldur betur náð að plata hann. Ég var svo hissa á að hann skildi gleypa við þessu bulli mínu og spurði hann hvort að hann hefði virkilega trúað þessu? Hvað haldið þið að hann hafi sagt. Alveg ótrúleg tilviljun.

En hann hafði verið í Blóðbankanum tveimur dögum áður að gefa blóð! LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband