8.4.2011 | 21:34
Lítill kokkur
Eitt af því sem mér finnst ekki gaman að gera er að elda mat. Vantar alveg þennan neista að njóta þessa að matreiða. Þetta er allt gert af hreinni skyldurækni, engu öðru. Hef reyndar með árunum verið betri og betri, en áhuginn hefur ekki komið.
Fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var einhleyp og mun reynslulausari í matseld en í dag, spurði góður vinur minn hvort að við ættum ekki að hittast við þriðja mann og elda saman góðan mat. Ég var alveg til í það, en bætti við að hann gerði sér vonandi grein fyrir því að ég væri lítill kokkur. Hann horfði á mig með púkasvip og sagði síðan hlægjandi að ég væri sko ekkert lítil.... hmm... manni getur nú sárnað þó að maður fari ekki að gráta.
Ég var ekki alveg tilbúin að gleyma þessari athugasemd. Ákvað að nú yrði ég að svara fyrir mig. Svo að ég mætti bara á tilsettum tíma...
...
...
...
...
sem lítill kokkur!
Athugasemdir
Af gefnu tilefni, þá tek ég það fram að þetta er ég í dyragættinni hjá vini mínu sem sagði mig ekki vera LÍTINN kokk!
Anna Viðarsdóttir, 10.4.2011 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.