13.4.2011 | 22:11
Meyjan
Meyja ég... mikið hefur mér verið oft strítt á meyjunni minni. Ég þarf eiginlega að fara að grafa upp stjörnukortið mitt. En það kemur fram að ég er meyja í frekar mögum tunglum, eða hvað það er kallað. Datt þetta í hug áðan þegar að ég var að vaska upp og var að "raða" hnífapörunum ofan í hnífaparaskúffuna. Þá var mér hugsað til tveggja vinkvenna minna. Þær pískruðu sín á milli og spurði mig síðan varnfærnislega hvað málið væri með hnífaparaskúffuna mína. Ég meina er eitthvað að þessu? Ég bara spyr...
Ég meina... raða ekki allir í hnífaparaskúffurnar sínar? Hmmm... líklega ekki. Jæja, ég skal viðurkenna að þetta er frekar skondð. En málið er bara það að það fer miklu minna fyrir draslinu þegar að hnífapörin "skeiða"
Annað dæmi fyrir meyjuna mína. Ég átti nokkur handklæði sem voru ýmist hvít eða ljós drapp lituð. Það var aðeins farið að sjá á þeim. Búin að eiga þau í nokkur ár og auðvitað sér á svona ljósu. Hvað gerir meyjur við því? Jú, ég skal segja ykkur það! Litar þau öll með brúnum lit og þá verða þau öll eins á litinn. Snilld! Bara eitt orð yfir það... snilld!
Já og talandi um að raða í skúffur. Var að spá í að taka mynd af nærfataskúffunni minni og litaröðuðu bolunum mínum, en... ég hætti við það
Meyjan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.