Ef ég væri orðin lítil fluga

Það var árið 1987 sem ég og vinkona mína ákváðum að kíkja til Amsterdam í 5 daga. Við fórum á fimmtudegi og vorum ekki með nein sérstök plön í huga. Föstudagurinn fór í svona almennt ferðamannadæmi. Fórum í siglingu um síkin og skoðum nokkra áhugaverða staði. Eitthvað rólegar síðan um kvöldið, en vorum ákveðnar í að fara eitthvað á skrall á laugardagskvöldinu. Byrjðum laugardagskvöldið á fá okkur að borða á frábærum veitingastað á hótelinu og eftir matinn fórum á hótelbarinn. Vorum búnar að sitja þar í smá stund þegar að inn kemur 11 manna hópur af íslenskum dúklagningarmönnum. Þeir voru á námskeiði á vegum dúkasölufyrirtækis í Reykjavík. Þeir vorum búnir að vera þarna í nokkra daga og búnir að skanna alla borgina öll kvöld. Voru fljótir að ákveða að þeir myndu fara með okkur út og sýna okkur hvað borgin hafði upp á að bjóða.

Við þáðum það með þökkum, en þeir voru með eindæmum hressir og skemmtilegir þessir menn. Þeir byrjuðu auðvitað á að labba með okkur um Rauða hverfið sem var ekki langt frá hótelinu. Þar voru þessir frægu gluggar með kvenfólkinu sem hverfið er þekkt fyrir. Sitjandi á stól og blikka strákana þegar að þeir litu til þeirra. En smá útúrdúr... þekki eina sem rambaði óvart inn í hverfið með börnin sín. Gekk út um bakdyr á veitingastað sem þau hefðu verið á og þegar eldra barnið (strákur) spyr hvers konar "búðir" þetta væru. Þá var hún fljót að redda sér með að segja að þetta væru "húsgagnaverslanir" af því að það var iðulega stóll og smá borð í gluggunum. Krökkunum fannst þetta einkennilegar útstillingar, en fengu ekkert nánar að skoða það þar sem mamman hljóp á ofurhraða úr hverfinu með börnin í eftirdragi. En þetta var bara smá útúrdúr.

Við löbbuðum um helstu götur og stræti borgarinnar. Enduðum síðan inn á skemmtilegum pianobar sem bar hið einfalda nafn: The Piano Bar. Það var þokkalegur fjöldi að fólki þarna inni, en fljótlega tókst okkur að troða okkur inn í einn bás. Svo fylltist staðurinn gjörsamlega og var greinilega mjög vinsæll staður. Vorum bara heppin að fá þennan bás fyrir hópinn.

Ég tók eftir því að pianistinn sem spilaði þetta kvöld, var alveg sérstaklega góður í að taka alls konar óskalög og spilaði eins og hann hefði spilað þessi lög í mörg ár. Þar sem ég var með myndavéladellu þá varð ég að auðvitað að taka mynd af þessum snillingi. Einhver skoti sem sat þarna við flygilinn var ekki rónni fyrr en hann fékk að taka myndavélina hjá mér og fá mig til að setjast hjá pianistanum og fá mynd af okkur saman. Ég sá að það var ekkert annað í stöðunni en að verða við ósk þessara manns, því að hann lét ekki segjast.

Þegar að ég stilli mér upp svona baka til við pianistann, þá færir hann sig til á bekknum og bendir mér á að setjast hja sér. Ég geri það og skotinn tekur mynd af okkur. Pianistinn spyr mig hvaðan ég sé og ég segi honum það. Hann varð hugsi, og sagði upphátt : "Ísland, hmm... man ekki eftir neinu íslensku lag, er ekki til fullt af fallegum íslenskum lögum" Ég sagði það vera og þá bað hann mig um að raula eitt í eyrað á ser. Fyrsta sem kom upp í huga mér var Litla Flugan hans Sigfúsar Halldórssonar. Svo mín byrjaði að raula Litlu Fluguna í eyrað á pianaoleikaranum og viti menn, eftir smá stund var hann byrjaður að spila það. Hafði orð á því hvað þetta væri falleg melodia. Ég sagði honum að þetta væri eitt af mínum uppáhalds. Þá spurði hann mig hvort að það væri ekki texti við þetta og ég sagði svo vera en hann skildi ekki fá mig til að syngja fyrir sig. Hann hló og sagði mér að líta í kring um mig. Fullt af fullu fólki sem væri búin að gleyma þessu kvöldi á morgun. Ég sá að þetta var alveg rétt hjá honum og tók við mikrafóninum og söng. Það merkilega við þetta var að mér fannst það bara ekkert mál. Hann brosti og var hinn ánægðasti með mig.

Þegar að ég var búin með um það bil helminginn af laginu þá heyrist allt í einu kona arga hástöfum úr í horni: "Heyriðið þetta! Hann er að spila Litlu fluguna!" Þarna var sem sagt kominn hópur af íslenskum flugfreyjum hjá Arnarflugi. Ein alveg öskufull kom æðandi til okkar og reif af mér míkrafóninn og fór að syngja. Ég dó næstum því úr hlátri og læddi mér varlega í burtu. Lét hana bara alveg um þetta.

amsterdam_001.jpg

   amsterdam_002.jpg

 

 

 

 

 

 

Hér er ég að fara að syngja                   ...og svo hér er Arnaflugsflugfreyjan komin á flug!   

 

amsterdam_003.jpg

 

Hann skrifaði nafn sitt aftan á nafnspjald mitt, ef ég skildi koma til Tell Aviv. En þó ég ætti að bjarga lífi mínu þá get ég ekki skilið það sem stendur á spjaldinu.

 

 

 

 

Svo tek ég myndavélina mína hjá skotanum, sem hrósaði mér fyrir góðan söng. Sagði mig vera mun betri en þessi drukkna sem héldi á mikrafóninum núna... og hló þessi lifandi ósköp. Þakkaði honum fyrir og fór til hópsins míns. Þar var tekið á móti mér með virtum og spurð hvernig mér hefði dottið í huga að fara að syngja á pianobar. Ég sagði þetta vera hina hliðina á mér og ég fékk klapp og lof fyrir góða frammistöðu.

Þannig að... ég hef sungið á The Piano Bar í Amsterdam. Toppiði það!

Barflugan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband