Ekki létt

Fékk smá sjokk í gær. Þannig er mál með vexti að í fyrra keypti ég mér einfaldar svartar buxur. Buxur sem eru úr teyjuefni og flott að nota undir skokka og kjóla. Hver vill ekki eiga svartar þægilegar einfaldra buxur til að smegja sér í og fer vel undir skokkum og þess háttar toppum? Nauðsynlegt Wink En þessar buxur voru alltaf að pirra mig smá. Fannst teygjan í strengnum ögn agressív. Þar sem mittið mitt er frekar mjúkt þá var teygjan full frek. Eins var ízetan aðeins of stutt og mér fannst buxurnar togast of mikið upp. Þetta var eiginlega frekar pirrandi og ég var eiginlega hætt að nota buxurnar.

Svo í vikunni, þá var eg eitthvað að spá í hvort að ég ætti ekki bara að sauma mér nýjar buxur. Hafa þær extra þægilegar með breiðri teygju í mittið. En þá fékk ég þessar snilldar hugmynd að breyta bara þessum. Keypti mér breiða teygju. Spretti upp strengnum og burt með gömlu teygjuna. Saumaði þessa nýju í og hækkaði ízetuna með því að lyfta upp faldinum sem gamla teygjan var í.

Alveg snilldar hugmynd. Breið teygja og vel upp á magann. Ekkert sem þrengir að og maginn bara sléttari og fínni... en bíddu... á hvað minna mig þessar buxur eins og þær eru núna? Jú... buxur sem óléttar konur ganga í!!

Þar hafið þið það! Ég er greinilega ekki létt og það segir mér eitt

... ég er "óléttFrown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband