14.6.2011 | 14:13
Ekki öll þar sem ég er séð
Fyrir rúmu ári síðan fór ég til Noreges í þrjár heimsóknir. Fyrsta heimsóknin var til góðrar vinkonu minnar sem er norsk og ég kynntist henni í Kaupmannahöfn fyrir 25 árum síðan. Var hjá henni í nokkra daga og síðan lá leið mín til Stavanger eða öllu heldur Sola sem er eins og Keflavík Reykjavíkur. En vélin sem ég var bókuð á fór án mín. Frekar fúllt. Ég lenti í því að lestin sem ég fór með á flugvöllin frá norsku vinkonu minni var biluð. Það var bilun í einhverri hurðinni og lestin fór mun hægar en vanalega og seinkaði heil ósköp. Sem varð til þess að ég kem á flugvöllin tíu mín í flugtak. Þetta er lítill flugvöllur og þú labbar bara nokkra metra út í vélarnar. Þarna stóð ég við afgreiðsluborðið og horfði á flugvélina mína út um gluggan, en mátti ekki koma um borð. Sama hvað ég reyndi, nei, þetta voru reglur fyrirtækisins. Svo stóðum við þarna við afgreiðsluborðið og horfðum á flugvélina... þangað til hún fór. Þarna voru fimm konur að "vinna" eða segjum rétt frá við halda slúðri og enginn áhugi á að sýna liðlegheit. Mér leið ögn eins og ég væri stödd í austantjaldslandi : Þetta eru reglur og þeim ber að hlýta! Ég með eina tösku og þeir voru bara að vippa töskunum um borð, en reglur eru reglur.
Ég fór því þremur tímum seinna með vél sem fór til Bergen og þaðan til Sola. Ég var svo sem ekkert í neinni tímapressu, en lét æskuvinkonu mína vita að mér seinkaði til muna. Í stað að hittast í morgunkaffi, þá yrði það bara síðdegiskaffi. Ekkert mál hjá henni, þessari elsku. Hlakkaði bara til að sjá mig.
Svo loksins fer ég um borð í flugvél, til Bergen. Þar þurfti ég svo að bíða í rúman klukkutíma. Það var svo sem ekkert mál. Fékk mér smá hádegismat og settist niður með bók.
Allt í einu finn ég að það er verið að horfa á mig. Ég lít upp og á móti mér sat maður sem leit strax undan um leið og ég leit upp. Hmm... þetta var eitthvað skrítið viið þetta. Stuttu seinna finn ég að það er verið að fylgjast með mér frá öðrum stað. Þarna var par sem var greinilega að horfa á mig og voru allt í einu voða upptekin við að tala saman þegar að ég leit upp. Bæði alveg að drepast úr hlátri. Mér var nú ekki farið að standa á sama. Sá að maðurinn sem sat gegnt mér var laumulega að gefa mér auga. Svo voru tveir sem stóðu fyrir aftan þetta fólk sem voru greinilega að tala um mig og fannst eitthvað voða fyndið.
Nú var mér alveg hætt að standa á sama. Loka bókinni og hugsa með mér að fara inn á salerni kíkja í spegil og tékka á ástandi á mér. En um leið og ég lokaði bókinni þá fattaði ég hvað fólkið var að hlægja að. Íslenskan getur stundum komið manni í vandræði...
Þau héldu örugglega að ég væri "pornodog"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.