25.2.2007 | 11:38
Heldri borgararnir okkar
Granny's
Ég er ekki alveg að fatta þetta kerfi sem snýr að okkur þegar að við verðum löggild gamalmenni. Af hverju þarf að gera þetta svona flókið? Mér finnst þetta mjög einfalt. Þegar að þú er orðin 67 ára þá áttu bara sjálfkrafa að fá þinn lífeyri. Ég get ekki séð hvað það skipti máli hvort að þú heldur áfram að vinna eða ekki. Skattman fær jú sitt af laununum ef þú heldur áfram. Þú ert búin að vinna inn fyrir þessum lífeyrir og það kemur engum við hvað eða hvernig þú ráðstafar því. Það er ömurlegt að vera fullfrískur og þurfa að vera að hafa áhyggjur af þessu. Þetta á að vera tímabil sem þú hlakkar til. Að hafa einfaldan valkost, ekki að þurfa að vera að hafa áhyggjur af því að vera að "tapa" peningum. Næ þessu ekki
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.