8.3.2007 | 18:20
Kolaportið
Hafið þið komið í Kolaportið nýlega? Ég verð að segja að fyrir nokkru síðan þá þoldi ég ekki þennan stað. Þoldi ekki lyktina, hávaðann og allt þetta "furðulega fólk". Svo hef ég verið að leggja leið mína þangað annað slagið og er farin að hafa gaman af þessum stað. Ef að maður gefur staðnum smá þolimæði og jákvæðni, þá virkar hann allt öðru vísi á mann. Það úir og grúir af alls konar fólki og hlutum þarna. Ég hef verið að detta um nokkrar gullmola þarna í dótinu. Er reyndar ekkert dugleg að prútta, en leiðist ekki að gera góð kaup. Um daginn keypti t.d. stóra og vel með farna smáhlutahillu úr eik. Borgaði ekki nema 250 kr. fyrir hana. Var með smá samviskubit að borga ekki meira fyrir hana, en þetta var bara stráklingur með ekkert verðskyn sem seldi mér hana. Svo hef ég fundið nokkra skemmtilega kopar og messing hluti, sem ég hef svo gaman af. Kíkti um daginn þegar ein sem vinnur með mér var þarna með hóp að krökkum í lúðrasveit að safna í ferðasjóð. Þau voru með kompudót að heiman og seldu fyrir hátt í 200 þúsund, laugardag og sunnudag. Vel af sér vikið! Auðvelt að bóka bás ef einhverjir eru að spá. Farið bara á www.kolaportid.is
Athugasemdir
Frábært að fólk skuli gera þetta heima, hér í Noregi eru alltaf markaðir. Fórum t.d. á einn í vetur sem að íþróttafélagið hér á Åsi stóð fyrir. Þar var hægt að gera góð kaup í vetrarbúnaði. Þórhildur keypti t.a.m. flotta hokkískauta á 75 kr norskar. Þegar hún var búin að pússa þá skipta um reimar og innlegg voru þeir eins og nýjir. Við ættum að gera meira af þessu heima, ekki bara í Kolaportinu.
Oddný Guðmundsdóttir , 8.3.2007 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.