9.3.2007 | 18:05
O mæ god!
Vinkona mín sagði mér frá atviki sem átti sér stað í sundlaugunum í Laugardal. Ég veit ekki hversu margir hafa komið inn í líkamsræktina Laugar. Hliðin á húsi Lauga sem snýr að Laugardalslauginni er eiginlega bara gluggar. Gluggarnir eru skyggðir þannig að það sést yfirleitt bara í þá átt sem bjartara er. Þ.e. ef að það er bjart úti, þá sést ekki inn og ef það er dimmt úti og upplýst inni, þá sést ekki út bara inn.... skiljiði? Sko, um daginn þá var par á miðjum aldri í lauginni. Eitthvað hafði greinilega hitnað á milli þeirra, því að þau fóru inn á grassvæðið á milli laugarinnar og líkamsrætarstöðvarinnar og fóru að láta vel að hvort öðru. Þau fóru í hvarf frá sundlaugagestum og gengu í skugga um að það sæist ekki til þeirra frá sundlauginni. Gerðu sér greinilega enga grein fyrir því að þau voru í beinni sjónlínu frá þeim sem voru á hlaupabrettunum inni í líkamsræktarstöðinni. Þau fóru víst alla leið... þið skiljið... do-do og á meðan voru hróp, köll og blístur í stöðinni. Svo gengu þau bara sæl og glöð í burtu og höfðu ekki hugmynd um að það var tugi manns að fylgjast með þeim.
Hahaha....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.