10.3.2007 | 18:06
Handfrjáls búnaður
Ég verð að játa mig seka í einu máli. Það er þetta með handfrjálsa búnaðinn fyrir gsm símann minn. Ég er ekki dugleg að nota hann í þessu fáu skipti sem ég tala í símann á ferð í mínum eðal jepplingi. Það liggur við að það sé meira truflandi fyrir mig að láta handfrjálsa búnaðinn virka en að sleppa honum alveg. Líklega er best að fá sér bluetooth síma og vera með þetta snúrulaust.
En eitt sem ég er búin að taka eftir síðan að það var sett í lög að við þurfum að nota búnaðinn. Það er að atvinnubílstjórarnir á stóru trukkunum eru svo til undantekningalaust ekki með þennan búnað. Ég er búin að taka eftir þessu allt of oft að þeir eru að rembast við að tala í símann á meðan að þeir eru á gatnamótum að taka vinstri beygjur sem dæmi. Komast ekkert áfram því að þeir þurfa jú að skripta svo ört um gír á þessum bílum þegar að þeir eru að taka af stað. Þetta eru ekkert sjálfskipt tryllitæki sem þeir eru að aka á um götur og vegi landsins. Ég veitti þessu fyrst athygli þegar að ég var fyrir aftan einn á Skeiðarvoginum og við vorum bæði að bíða eftir að komast inn á Sæbrautina í vinstri beygju. Ég skildi bara ekkert hvað var að hjá manninum, þar til að ég komst fram úr honum og sá að hann var að reymbast við að halda bílnum á veginum, skipta um gír, tala í símann og... reykja! Enda var hann búinn að teppa alla umferð á stórum flutningabil með tengivagn. Ég flautaði nett á hann og hristi hausinn þegar að hann leit niður til mín. Ég fékk nú bara á móti nett blikk. Honum fannst þetta ekki stórmál greinilega. En takið eftir þessu, þeir eru flestir að tala í gsm á ferð á þessum trukkum. Farin að halda að þeir stundi eitthvað símavændi í hjáverkum.
Gæti hljómað eitthvað á þessa leið: "Hvað segir þú elskan?... stuna (verið að setja bílinn í gír) er einhver gredda í minni?... uummmaaahhhh (tekin kröpp vinstri beygja) vantar þig sannan karlmann?... uuhhhhah (bíllinn rekinn í annan gír) ég er roslega góður... vaahhh (hækkar um einn gír)
Æ, ég segi nú bara svona Nú fer ég að horfa á trukkabílstjóra með allt öðrum augum, hahaha Já og þegar að maður fer að hugsa út í það, þá eru þeir með þetta fína bæli í bílunum og geta boðið upp á heimsendingarþjónustu! Hahahaha... nei nú er ég hætt! Úfff!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.