R.I.P.

Ég var með mjólkurferni fyrir framan mig áðan og sá þar teikningu af legsteini sem á stóð R.I.P. Það minnti mig á þann misskilning sem ég heyrði fyrir einhverju síðan. Að "rúsínan í pylsuendanum" væri þýðing á þessari ensku skammstöfun "rest in peace" og er þá átt við þá látnu. Að lokapunkturinn á lífinu og tilverunni væri eitthvað gott. Eins og sæt rúsina í síðasta bitanum af pylsunni. En ég veit að þetta máltæki er þýtt úr dönsku og er "rosinen i pølseenden". Danir settu víst oft rúsínur í endan á blóðpylsum þegar að var verið að troða í þær. Sú sem ég talaði við um þetta vissi ekki hvort að þetta var gert barnanna vegna, en okkur þótti það líklegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband