Krúttlegt

Ég veit ekki hvort að þetta er tilbúningur eða sönn saga, en krúttlegt er það.

Kona var úti að ganga með 4 ára gamla dóttur sinni. Stelpan beygir sig niður og tekur eitthvað upp af gangstéttinni og ætlaði að setja það upp í sig. Móðirin var fljót að stoppa hana af og sagði henni að hún mætti ekki gera þetta. "Af hverju ekki" spurði dóttirin. "Af því að það var á jörðinni og við vitum ekki hvar það hafði verið, svo er það skítugt og örugglega fullt af sýklum" svaraði móðir hennar. Stúlkan lítur upp til móður sinnar full aðdáunar og spurði "Mamma, hvernig veist þú svona margt?"

Móðirin hugsaði fljótt um og svaraði "Mömmur vita þetta bara. Þetta er á mömmuprófinu. Þú verður að vita þetta annars færð þú ekki að vera mamma"  Þær gengu þegjandi í 2-3 mínútur og stelpan var greinilega að melta þessa nýju upplýsingar. "Vá... nú skil ég" stelpan sagði. "Ef þú nærð ekki prófinu þá verður þú pabbinn" Móðirin svaraði með bros á vör "já, alveg rétt".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband