21.3.2007 | 15:38
Leifsstöð
Nú er ég búin að fara þrisvar út fyrir landsteinana á síðustu tólf mánuðum. Það eru ekki neinar smá breytingar sem er verið að gera á Leifsstöð. Maður upplifir sig sem útlending eða á erlendri flugstöð í hver skipti. Búið að færa allt til og ekkert í líkingu við það sem það var síðast þegar að komið var þangað. Það þarf að finna út úr því í hvert sinn hver skal halda og læra allt upp á nýtt. Það stefnir alla vega í að það verði mjög flott þarna, þó svo að það virki hálf klúðurslegt núna.
Þetta er farið að vera partur af spennunni við að fara til útlanda.... hvernig er umhorfs í Leifsstöð núna?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.