25.3.2007 | 16:40
Stjörnumerkin og kosningar 2007
Það styttist í kosningar. Ef ég man rétt þá eru þessir flokkar í boði. Sett upp í stafrófsröð :
- Framsókn
- Frjálslyndi flokkurinn
- Íslandshreyfing
- Samfylkingin
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Vinstri grænir
Nú ætla ég að giska á hvaða flokk þú myndir kjósa og tek ég mið af stjörnumerkjunum.
- Hrútur - Orkumikill, tilfinningaríkur, sjálfstæður, einstaklingshyggjumaður, opinskár, kappsfullur, brautryðjandi. Vilt nýjungar, óþolimóður, fljórfær, uppstökkur, hleypur frá álfnuðu verki, úthaldslítill = Íslandshreyfing
- Naut - Staðfast, hagsýnt, jarðbundið, hlédrægt, þolinmótt, rólegt, fast fyrir, úthaldsmikið, íhaldssamt, traust. Vilt ná áþreifanlegum árangri og fást við gagnleg og uppbyggileg mál. Þrjóskt, latt, þröngsýnt og fastur í sama farinu. = Framsókn
- Tvíburi - Fjölhæfur, félagslyndur, hress, málgefinn, forvitinn, glaðlyndur, stríðinn, léttlyndur, bjartsýn, vingjarnlegur, hefur ríka tjáningarþörf. Leiðist vanabinding, lofar upp í ermina á þér. Fer of hratt úr einu í annað = Samfylkingin
- Krabbi - Tilfinninganæmur, íhaldssamur, viðkvæmur, hlédrægur, hagsýnn, heimakær, fjölskyldumaður, náttúruunnandi. Þarft að dvelja í mannúðlegur og tilfinningalega lifandi umhverfi. Sveiflukenndur, nískur og sjálfsvorkunnsamur = Vinstri grænir
- Ljón - Lifandi, skapandi, stjórnsamt, orkumikið, sjálfstætt, opið, einlægt, traust, stórhuga, miðja fyrir aðra. Ákveðið, skoðanafast, vill framfarir, líf og skapandi athafnir. Ráðríkt, sjáfsupptekið, þolir illa gagnrýni = Sjálfstæðisflokkurinn
- Meyja - Nákvæm, samviskusöm, hagsýn, iðin, hlédræg, gagnrýnin, hjálpsöm, skipulögð. Eirðarlaus og vill ná áþreifanelgum árangri. Sér ekki skóginn fyrir tjánum og hefur minnimáttarkennd = Samfylkingin
- Vog - Félagslynd, listræn, jákvæð "diplómatisk" Vingjarnleg, leitar jafnvægis, með sterka réttlætiskennd, vill sjá margar hliðar á hverju máli. Óákveðin, tvístígandi, ósjálfstæð, segir ekki meiningu sína til að hafa aðra góða = Skilar auðu, þar sem þú getur ekki ákveðið.
- Sporðdreki - Tilfinningaríkur, dulur, hægur, skapstór, sér í gegnum fólk og stjórnsamur. Varkár og móttækilegur. Niðurrífandi, magnar upp, gerir smámál að stórmáli, frekur, öfgafullur, bældur, svartsýnn og hefnigjarn = Sjálfstæðisflokkurinn
- Bogmaður - Fjölhæfur, lifandi, opinskár, hress, léttlyndur, frjálslyndur, víðsýnn, stórhuga á sífelldum þeytingi, þarf frelsi. Leiðist vanabinding. Fljótfær, yfirorðslegur og fer úr einu í annað = Sjálfstæðisflokkurinn
- Steingeit - Ábyrg, hagsýn, skipulögð, alvörugefin, metnaðargjörn, dugleg, stjónsöm, formföst og kerfisbundin. Hefur "heiminn á herðunum". Er jarðbundin og vill áþreifanlegan árangur. Þver, tilfinningalega lokuð og frek = Frjálslyndi flokkurinn.
- Vatnsberi - Hugsuður (pælari) athugull, félagslyndur, sjálfstæður, víðsýnn, hlutlaus, fer eigin leiðir. Byltingarmaður og þarf að vera í félagslega og hugmyndalega lifandi umhverfi. Kaldur, ópersónulegur, afskiptalaus, sérvitur, hræddur við tilfinningar = Íslandshreyfingin
- Fiskur - Næmur, tilfinningaríkur, listrænn, sterkt ímyndunarafl, fjölhæfur, leitandi. Skapstór, sterkt innsæki, þolir ekki bönd. Sveigjanlegur, skiptir oft um skoðun og stefnu. Sveiflukenndur, óviss, tvístígandi = Ógilt, af því að það má ekki merkja við fleiri enn einn
Jæja, er ég langt frá því að geta rétt?
Athugasemdir
Þetta er ekki svo mjög vitlaust hjá þér. Ég undirrituð er vatnsberi en ég ætla að kjósa vinstri græna en það er vegna þess að við skákfólk fylgjum forsetanum okkar!! En kannski höfðar hægri-grænt meira til mín.
Ég vona bara að Naut sleppi því að kjósa í þessum kosningum, það er svo heimskulegt að kjósa Framsókn.
Kveðja,
Áslaug
Áslaug Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.