28.3.2007 | 16:05
Mótorhjól til sölu
Hjólið mitt er... var til sölu.
Honda Shadow ACE 750cc. Árgerð 2001.
Ekið 16.000mílur. Í frábæru ástandi
En talandi um mótorhjól þá langar mig að láta einn góðan flakka :
Drukkinn maður gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi heldur til, sest við barinn og pantar sjúss.
Hann lítur í kring um sig og sér þrjá mótorhjólatöffara sitjandi við borð.
Hann stendur upp, staulast að borðinu, hallar sér fram, horfist í augu við stærsta, illvígasta mótorhjólatöffarann og segir : "Ég kom við hjá ömmu þinni í dag og ég sá hana á ganginum kviknakta. Maður minn, hún er stykki sem stingandi er í!"
Mótorhjólatöffarinn horfið á hann og segir ekki orð. Félagar hans eru undrandi, því hann er hörkunagli og er vanur að efni til slagsmála út af litlu tilefni.
Sá fulli hallar sér yfir borðið aftur og segir: "Ég fékk það hjá ömmu þinni og hún er góð í rúminu, sú besta sem ég hef nokkur tíman prófað!"
Félagar mótorhjólatöffarans eru að verða alveg brjálaðir úr reiði, en mótorhjólatöffarinn segir ekki orð.
Þá stendur mótorhjólatöffarinn upp, tekur um axlirnar á þeim fulla.
Horfist í augun á honum og segir...
"Afi... farðu heim... þú ert fullur"
Athugasemdir
Bíddu nú við .... ætlarðu að selja flotta hjólið
hvernig kemurðu þá í heimsókn til mín í sumar 
Oddný Guðmundsdóttir , 28.3.2007 kl. 22:52
Já já... það er bara svo að ég geti keypt mér annað. Sem er minni hávaði í. Ég er rétt að byrja í mótorhjóladellunni, bara svo að þú vitir það
Anna Viðarsdóttir, 28.3.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.