19.4.2007 | 21:09
Sumardagurinn fyrsti
Það var gaman í dag, sumardaginn fyrsta
Möööörg hjól á ferðinni í dag
Fyrst fór ég til vinahjóna sem eru líka hjólafólk og hjóluðum saman úr Grafarvoginu og hittum hjólafólk við Fíladelfíu, sem kallar sig Trúboðar, sjá: www.trubodar.com Fórum saman þaðan upp á Höfða. Þar var hittingur á vegum Sniglanna upp á Árntúnsholti hjá N1. Þaðan var hjólað í Hvalfjörðinn og á Skagann. Ég fylgdi þeim reyndar bara að Hvalfirðinum og sneri svo til baka til Reykjavíkur. Það var alveg nóg fyrir mig til að byrja með á NÝJA STÓRA FLOTTA HJÓLINU MÍNU! Voða, voða gaman.
Gleðilegt hjólasumar!
Athugasemdir
Þú ert nú meiri töffarinn, svo er ég hér úti á gúmístígvélum í pilsi með röndóttan trefil.
Lítið töff við það.
Gleðilegt sumar snúlla ;o)
Oddný Guðmundsdóttir , 23.4.2007 kl. 20:32
Anna Viðarsdóttir, 24.4.2007 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.