23.4.2007 | 11:50
Öðruvísi orðatiltæki!
- Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
- Betri eru læti en ranglæti
- Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
- Enginn verur óbarinn boxari.
- Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur
- Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
- Blindur er sjónlaus maður.
- Oft fýkur í menn sem gera veður út af öllu.
- Greidd skuld, glatað fé.
- Stundum fellur víxillinn langt frá gjalddaga.
- Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
- Minkar eru bestu skinn
- Sjaldan veldur einn þá tveir deila, nema deilt sé með tveimur.
- Víða er þvottur brotinn.
- Ekki er jakki frakki nema síður sé.
Athugasemdir
Hvar nærðu í alla þessa visku? Vellur hún kannski upp úr þér?
Oddný Guðmundsdóttir , 23.4.2007 kl. 20:35
Þetta smáræði...? Ég er uppfull af þessu, hahahaha
Anna Viðarsdóttir, 24.4.2007 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.