24.4.2007 | 18:41
Hjónabandsráðgjafinn
Það voru hjón sem voru búin að vera gift í 50 ár. Öll þau 50 ár sem þau höfðu verið gift, var ekki sá dagur þar sem þau rifust ekki eins og hundur og köttur. Það var nú samt það merkilega við það, að þrátt fyrir þetta sífelda rifrildi þeirra á milli, tókst þeim að ná gullbrúðkaupsafmæli.
Börn þeirra sem voru öll uppkomin og búin að stofna fjölskyldur, voru orðin lang þreytt á þessum þrætum í þeim gömlu. Ákváðu að núna væri komið nóg. Pöntuðu tíma hjá hjónabandsráðgjafa og sögðu þeim að þetta væri þeirra brúðkaupsafmælisgjöf til foreldranna í von um að þau hættu þessu eilífa rifrildi.
Fyrst í stað þá þrættu þau við afkvæmin en létu loks undan og skelltu sér til ráðgjafans. Á leiðinni þá gátu þau nýtt tímann vel og rifst um allt og ekkert í bílnum. Enda í góðri æfingu. Þau voru varla sest hjá ráðgjafanum þegar að þau voru aftur farin að rífast og töluðu hvort i kapp við annað. Hjónabandsráðgjafinn sat angdofa og horfði á þau. Gerði margar vonlausar tilraunir til að komast að, án árangus. Loksins stóð hann upp, gekk að konunni, beygði sig niður og rak henni langan blautann rembingskoss.
Karlinn snarþagði og trúði ekki sínum eign augum. Horfði gapandi á hjónabandsráðgjafnn og konuna sína og aldrei þessu vant, var hann gjörsamlega orðlaus. Konan virtist ekki hafa neitt á móti þessari óvæntu árás og var eins og bráðið smjör í stólnum.
Loksins þegar að þessum kossi lauk, þá reisti ráðgjafinn sig upp og sagði við eiginmanninn: "Ég sé alveg hvar rótin liggur í þessu hjá ykkur. Þetta er það sem konan þín þarf og EKKI SJALDNAR EN ÞRISVAR Í VIKU! Þú sýnir henni greinilega enga athygli og hún sem kona þar auðvitað af fá atlot og ástúð".
"Jáhá!" Stundi karlinn upp. "Ja hérna hér. Nú... ég verð þá bara að mæta með hana hingað mánudaga, miðvikudaga og föstudaga"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.