1.5.2007 | 19:01
1.maí
Það er fastur punktur hjá Sniglunum að fara í hópkeyrslu 1.maí. Þessi dagur er yfirleitt mjög vel sóttur af hjólafólki. Ég slóst í för með þeim í dag. Líklega hafa verið um fimm til sexhundruð hjól í þessari keyrslu. Gaman að vera með í þessu. Það var kannski heldur mikið rokið. Ferðin hófst við Perluna og gerði ég heiðarlega tilraun til að festa hópinn á mynd, en það gekk ekki alveg nógu vel. Hópurinn var þéttastur lengst frá Perlunni, þar sem fyrstu menn og konur voru búin að setja sig í startstöður.
Bara að láta ykkur vita að þetta voru 670 hjól sem fóru frá Perlunni í hópaksturinn. Það er víst Íslandsmet www.sniglar.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.