16.5.2007 | 21:53
Erfið orð yfir fælni.
Við erum víst ansi mörg sem eigum við einhverskonar dislexíu að stríða. Sem betur fer er ég með mína nettu lesblindu ekki enskumælandi. Ég sá lista yfir nokkur orð yfir fælni. Ég get ekki með góðu móti lesið þessi orð sem til eru yfir alls konar fælni.
- Euphobia - Hræðsla við að heyra góðar fréttir.
- Venustraphobía - Hræðsla við fallegar konur.
- Mycophobia - Hræðsla við sveppi.
- Selaphobia - Hræðsla við vasaljós.
- Ablutophobia - Hræðsla við að þrífa sig eða fara í bað.
- Sinistrophobia - Hræðsla við örvhenta.
- Oneiraphobia - Hræðasla við dauma.
- Antrhophobia eða Anthophabia - Hræðsla við blóm
- Nomatophobia - Hræðsla við nöfn.
- Genophobia - Hræðsla við kynlíf.
- Alekorophobia - Hræðsla við kjúklinga.
- Mnemophobia - Hræðsla við minningar.
- Koinoniphobia - Hræðsla við herbergi.
- Hippopotomonstrosesquippedaliophobia - Hræðsla við löng orð.
- Phobophobia - Hræðsla við hræðslu.
Maður kannast við köngulóafælni, víðáttufælni, innilokunarkennd, myrkfælni og hræðslu við snáka. Þar er ég reyndar í þeim hópi. En þessi upptalning hér að ofan er alveg ótrúleg. Ég ætla að vona að þetta eru vonandi undantekningartilfelli. Það er ótrúlegt hvað sumir þurfa að kljást við. Mér finnst snákafælnin alveg nógu fáránleg. Gleymi aldrei Indian Jones myndinni þegar að hann var í grafhýsiniu innan um alla snákana og slöngurnar.... "hrollur"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.