1.6.2007 | 16:10
Víghóll
Fór í göngtúr með vinnufélögum í vikunni. Erum að taka, eins og ég kalla það, póstnúmeragöngur. Vorum síðast í 200 Kópavogur. Ég fékk þrjár sem vinna með mér og búa í Kópavogi til að skipuleggja eins til tveggja tíma göngu. Þetta var virkilega gaman. Sérstaklega þar sem við fóru á ótrúlega flott útsýnissvæði. Það heitir Víghóll. Kom mér verulega á óvar. Fyrir þá sem eru eins og ég að þekkja ekki til Víghóls (fyrr en núna) þá er þetta svæði austan vð Hamraborgina. Það sést í allar áttir þarna og er víst mikið sótt af fólki um áramót. Mæli með því að fá sér göngutúr í Kópavoginum.
Það er gott að búa... ganga í Kópavogi
Athugasemdir
Nú skil ég....er 111 næst í röðinni???
Heida (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 17:36
Reyndar ekki... það verður næst 104 Reykjavík og ég leiði hópinn. Það verður reyndar líklega bara lagt bílunum við skautahöllina og gengið sem leið liggur í Café Flóra og setið þar og slúðrað
Anna Viðarsdóttir, 5.6.2007 kl. 10:26
Já, há og kallið þetta líkamsrækt, að sitja inni á kaffihúsum og slúðar
Oddný Guðmundsdóttir , 12.6.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.