28.6.2007 | 12:13
Leti
Ég verð að viðurkenna að ég er búin að vera ögn löt að setja eitthvað hér inn. En núna ætla ég að setja smá kraft í þetta. En eins og þið vitið þá er ekki mikið vitiðborið sem fer hér inn hjá mér, en það með vilja gert.
Ég er ekki pólitíst í mér og langar ekki að troða skoðunum mínum á aðra hér á þessum miðli. Hef enga þörf fyrir það. Er bara að setja inn alls konar skemmtilegt bull og fánýtan fróðleik.
Ætla að fara að skella inn skemmtilegum lýsingum á stjörnumerkjum sem ég komst yfir. Tek kannski einn stjörnumerki fyrir á dag. Ætla mér ekki t.d. að fara að keppa við Ellý Ármanns með örsögum. Gæti alveg gert það, en þá er þetta farið að vera kvöð og þá er ekkert gaman lengur.
Eru þið annars ekki í sumarskapi?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.