28.6.2007 | 12:35
Sumargrill
Grilltímabilið í hámarki. Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið VEI!
Þannig gengur þetta fyrir sig:
Frúin verslar í matinn. Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla og býr til sósu. Frúin undirbýr kjötið. Finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grill áhöldum.
Bóndinn situr við grillið með bjór í annarri
Lykillatriði :
Bóndinn setur kjötið á grillið! Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör. Frúin fer út og segir bóndanum að kjötið sé að brenna. Bóndinn þakkar henni fyrir og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.
Annað lykilatriði :
Bóndinn tekur kjötið af grillinu og réttir frúnni. Frúin leggur á borð. Diskar, hnífapör, sósur, salat og annað meðlæti, ratar á borðið. Eftir matinn gengur frúin frá öllu.
Mikilvægast af öllu :
Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn og hversu vel HONUM tókst upp. Bóndinn spyr frúnna hvernig henni hafi líkað "frídagurinn" ...og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til geðs.
Verði ykkur að góðu!
Athugasemdir
Hahahaha - nákvæmlega þetta gerðist hjá okkur um daginn! Vorum með vini okkar í heimsókn og grilluðum, einhverja hluta vegna sá ég um ALLT (sem er ekki oft, Styrmir er að öllu jöfnu mjög duglegur í eldhúsinu) - ég semsagt undirbý kjötið og bökuðu kartöflurnar og kem því út til hans - þar sem hann situr og drekkur bjór. Ég legg á borðið, opna vínflösku (sem ég drekk ekki einu sinn sjálf þessa dagana ;) og sker í salat og kalla einmitt á karlinn hvort það sé nokkuð að brenna hjá honum...haha. Síðan setjumst við og snæðum og eftir matinn þá þakkar vinur okkar Styrmi kærlega fyrir þennan æðislega mat!! Ég ræskti mig bara mjög hátt og sagði á undan Styrmi - verði þér að góðu og svo var bara hlegið. En vá hvað þetta var lifandi dæmi sem ég lenti í ...haha.
Guðrún frænka (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 16:55
Já gæskan... velkomin í raunveruleikann! Hahahaha - ekkert smá fyndið!
Anna Viðarsdóttir, 28.6.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.