Sagan af konunni sem hélt að hún ætti bara örfá pör af skóm - Kafli 1

Sko... þetta byrjaði allt á því að ég var að fara í bæinn með Erlu vinkonu minni fyrr í sumar. Það var heitt í veðri og mín langaði að vera á sumarlegum skóm. Ætlaði fyrst að fara í Ecco sandalana mína en mundi svo allt í einu eftir fallegu bleiku Kínaskónum mínum. En þá hafði ég keypt í China Town í New York fyrir einu og hálfu ári síðan. Ferð sem ég fór einmitt með henni Erlu. En þessa skó var ég ekki enn farin að nota Blush svo að þeir voru teknir fram og ég var ekkert smá fín í þeim trítlandi á Laugaveginum. Hér að neðan er einmitt mynd af þeim:

Kínaskórnir 

Svo fór ég að pæla í skónum mínum sem eru hér og þar út um alla íbúð. Fram í forstofu, inni í skáp, inn í geymslu... og viti menn... já og konur! Ég á ótrúlega mörg pör af alls konar skóm. Því til sönnunar ætla ég að byrja á að taka myndir af skónum mínum og birta hér næstu daga. Ég mun einnig telja þá um leið og ég birti myndirnar. Hefst hér með talningin.

Talning : 1 par


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þekki sko þessa skó.. og allt í kringum þá.. ligga ligga lái.. 

Erla Björg,Vilberg og Króatinn (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 15:05

2 identicon

Mér finnst þú mjög huguð að ætla að opinbera skó-para-fjöldann þinn! Algengara er að vera í algjörri afneitun gagnvart því að eiga mörg skópör.

 saumaklúbbssystir (s.s.)

Erla Lár s.s (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband