10.8.2007 | 23:34
Kafli 3 - Sandalar
Ég á reyndar nokkur pör af sandölum. Suma fína og aðra... minna fína. Það væru nú líklega einhverjir búnir að henda nokkrum en ekki hún Anna. Það má alltaf notast við þetta aaaaðeiins lengur.
Uppáhalds sandalar mínir eru nettir dömulegir Ecco sandalar. Þeir eru fyrir miðju á myndinni til vinstri. Mjög mjúkir og þægilegir. Á myndinni til hægri vantar eitt par. Þeir eru á Siglufirði, en eru eins og þessi brúnu stóru ljótu nema svartir á litinn. Bláu sandalarnir eru úr plasti og teygju og nota ég þá sem vaðskó í bakpokaferðunum mínum. Sem sagt allt í allt 6 pör af sandölum
Taling : 10 pör
Athugasemdir
'Eg held að þú sért að nálgast töluna á öllum mínum skópörum ef ekki komin yfir hana. En verst fyrir þig að eiga enga bbbbbbbbbbbbbleika sandala eða spariskó. Kveðja Steinunn
Steinunn (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 00:46
Jú!! Kínaskórnir mínir eru bleikir!
Anna Viðarsdóttir, 12.8.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.