15.8.2007 | 12:31
Kafli 7 - Stígvél
Það er líffræðileg ástæða fyrir því að ég á ekki fullan skáp af stígvélum. Það vantar ekki löngunina sko... heldur er það að ég hef það svera kálfa að ég kemst ekki í upphá stígvél. Svo þar að auki nenni ég ekki að ganga í háum hælum. En það er ekki um auðugan garð að gresja í úrvalinu af lágbotna stígvélum. Hvað þá með pláss fyrir kálfana mína. En mér finnst flott að vera í leðurstígvélum. En ég á s.s. tvenn stígvél. Bæði eru þau af gerðinni Ecco. Eins á ég ein sem eru bara ökklahá. Held að þeir fari í ruslið bráðum. Það er ekki þægilegt að ganga í þeim.
Svo fékk ég þessi flottu gúmmistígvél frá Alla. Nokkrum númerum of stór... hva!
Talning: 24 pör
Athugasemdir
Skoooooo...ég neyddist til að slá lauslega á minn skóparafjölda þegar ég flutti fyrir síðustu jól
...og við skulum segja að manninum mínum hafi hreinlega ekkert litist á blikuna
, því þessi lauslega talning fór í 65 pör
Og þá var ég búin að henda fullum svörtum ruslapoka af gömlum, ljótum skóm
En það er bara eitthvað við konur og skó...það er hálfgert ástarsamband, ég sver það
Svo Anna mín, ég skil þig fullkomlega að eiga fullt af skóm 
Heida (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 13:42
Vá takk Heida! Mér líður strax miklu betur
Anna Viðarsdóttir, 15.8.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.