17.8.2007 | 09:23
Kafli 9 - Götuskór
Þeir telja fjögur pör skórnir sem heyra undir götuskó. Ég er aðallega að nota þessa svörtu lengst til vinstri. Hinir eru teknir sjaldnar fram af ýmsum ástæðum. Er voða sjaldan í ljósum skóm einhverra hluta vegna.
Svo uppgötvaði ég það fyrir tilviljun að svörtu skórnir skilja eftir sig mynstur þegar að ég hef gengið yfir bleytu og fer á þurrt. Svakalega flott laufblaðamynstur. Var alveg eins og fífl þegar að ég sá þetta í fyrsta skipti. Horfði á gólfið og bakkaði um allt gólf og var ekkert að skilja í þessu skemmtilega laufblaðamynstri um allt gólf. Hló svo eins og hálfviti þegar að ég fattaði að ég var sjálf að búa þetta til með skónum mínum. Hmmm...já... sælir eru einfaldir
Taling : 33 pör
Athugasemdir
Ég þekki laufblaðaskóna.. hef aldrei séð jafn flott munstur undir skóm eins og þessum. Ekki það að ég sé að biðja fólk að sýna mér undir skóna sína í kringlunni t.d en engu að síður.. þetta er cool skófar.. Gef þér 10 fyrir stíl..
Erla Björg (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 12:32
Og ég get alveg séð fyrir mér hvað þú hefur verið kindarleg þegar þú fattaðir að þú bjóst förin til sjálf
LOL
Heida (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:34
Hahaha
já, ég hefði viljað eiga þennan atburð á filmu. Ég hefði aldrei trúað því að maður gæti verið svona grunnur 
Anna Viðarsdóttir, 22.8.2007 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.