Mikilvæg rannsókn að talningu lokinni

En ég verð að viðurkenna að mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti svona mörg pör af skóm. Af því að ég kaupi mér svo sjaldan skó. Enda eru þetta mikið til skór sem ég er búin að eiga í mörg ár. Ef einhver hefði spurt mig og ég átt að svara einn... tveir... og þrír... hefði ég sennilega giskað á 20 pör og þótt nóg um.

Þannig að nú ætla ég að varpa fram spurningu á ykkur og spyrja: Hvað átt þú mörg skópör?

Endilega setjið inn í athugasemdir svar frá ykkur. Þetta er mjög mikilvæg rannsókn sem ég er að gera meðal þeirra sem eru í kring um mig. Ef einhver karlmaður les þetta þá á viðkomandi einnig að svara því hver mörg skópör viðkomandi á.

Hlakka til að sjá svörin frá ykkur Smile

Kveðja frá stór-skógeiganda

Anna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á 1 skíðaskó, 1 gönguskíðaskó, 2 kínaskó, 1 eina fína hvíta kínaskó með hæl,  1 klossa,  1 íþróttaskó,1 fína gráa skó, 1 fína svarta skó, 1 loðna venjulega skó, 1 gönguskó, 1 eina hirðfíflaskó, 1 brún"kúreka"stígvél sem sagt einhver 13-14 pör sem tilheyra mér.. Ég vil endilega henda þessari spurningu til hennar Öldu vinkonu okkar hversu mörg skópör hún eigi.. 

Erla Björg (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 11:37

2 identicon

Ég verð eila að segja að ég hef ekki tölu á því.. En ég gerði mjög heiðarlega tilraun í þágu vísindanna til þess að telja þessi skópör.. úff!!

Ég á 1 takkaskó, 1 gúmmístígvél, 2 gönguskó, 1 skauta(hehe), 1 línuskauta(hahaha), 5 inniskó, 12 töflur/flip flops, 6 espatrillur, 8 stígvél, 9 strigaskó, 4 djammskó og 10 skó sem ég veit ekki hvað flokkast undir... uhm sem sagt 60 pör? ehhh :D þetta eru bara skórnir sem ég sá hérna inni..... ég held samt að mamma eigi fleiri.. en hún hefur líka haft meiri tíma til að safna ;) hehe

Anna Frænka Lilja (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 18:18

3 identicon

Ég neita alfarið að horfast í augu við það hversu mörg skópör ég á!!

Erla Lár (s.s.) (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 20:33

4 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Anna Marí sendi mér tölvpóst. Hún telur sína um 20 pör.

Ég verð að horfast í augu við sannleikann. Ég er sé það núna... ÉG ER SKÓFÍKILL!!

Anna Viðarsdóttir, 20.8.2007 kl. 23:04

5 identicon

Ég gerði tilraun til að telja en ég gafst upp - enda ólétt og bara með hálfa heila virkan "at the moment" - svo er ég líka í afneitun - ég er engin fíkill hvorki skó, fata, súkkulaði, matar- né neitt...........hahaha.

En ef ég á að vera hreinskilin þá held ég að þú verðir bara að horfast í augu við staðreyndir - þú ert SKÓFÍKILL!! En hey njóttu þess bara, skárra að safna skóm heldur en að safna t.d. Pezköllum!

Guðrún Skúla (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 12:37

6 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessari skósýningu hjá þér. Hvaða númer notar þú? Mér sýnist vanta fleiri skó í safnið hjá þér. Áttu ekki afmæli bráðum??

Ég gerði lauslega talningu hjá mér og niðurstaðan er 15 pör, en inni í þeirri tölu eru hvítir skór sem ég var í 10.okt.1986, fótboltaskór sem ég lagði á hilluna fyrir 24 árum og tvö pör sem eru eign Strætó bs.

Áslaug Kristinsdóttir, 21.8.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband