Með-í-ferð ?

Eg segi nú bara eins og Salamon í Stellu í orlofi. Ég þarf að fara í með-í-ferð. Eða kannski ekki... ég held þegar að ég fér að hugsa um það, þá eru þetta skór sem ég hef verið að kaupa á löööööngum tíma og fer bara svona vel með skóna mína. Þarf svo sjaldan að henda að ég sit uppi með gamla skó. Hmmm... er þetta kannski einhvers konar afneitun hjá mér? Líklega. En nú er hægt og bítandi að jafna mig á þessu áfalli. Ég er ekki að skrökva, mig grunaði aldrei að ég gæti talið nærri fjörutíu skópör. Reyndar er stór hluti þeirra útivistar- og sérhæfði skór. En mér er sama. Úfff... þetta er hrikalegt.

En þið sem þorðuð að senda mér ykkar talningu þakka ég kærlega fyrir. Ég er reyndar að komast að því að það eru ekki allir að fatta hvar svörin frá ykkur koma. En það er liður undir hverjum kafla sem ég skrifa sem heitir "athugasemdir". Ef þið smellið á það þá sjáið þið svörin sem ég hef fengið og eins getið þið bætt við ykkar svari. Ég er ennþá til í að fá fleiri talningar inn W00t

En nú ætla ég að fara að snúa mér að einhverju öðru en að telja skópör hér heima. Þetta varð reyndar ágætis tiltektar hvatning í leiðinni. Svo að það er ýmislegt jákvætt sem kom út úr þessu eftir allt saman.

Kveðja, Anna bullukollur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband