24.ágúst kl.09:00

P8240370

Lét fara vel um mig upp í rúmi, enda í sumarfríi og ekkert sérstakt sem liggur fyrir. En það er alveg nýtt fyrir mér á þessum degi. Aldrei þessu vant ætla ég ekki að vera með afmæliskaffi. Verður bara flottara á næsta ári (45) í staðinn. En ég byrjaði á því að fara á netið og skrá inn á Smaladrengjasíðuna og kíkja á hvort að nafnið mitt væri ekki alveg örugglega á Sniglasíðunni.

... svo fóru SMS að berast! O... my... God! Þær eru yndislegar þær Ólöf og Steinunn. Sendu í gríð og erg skemmtileg SMS frá siminn.is

 

Hér eru nokkur dæmi:

  • Á snigilinn FYKUR YFIR HÆÐID..........á motorhjól, afmæli í dag
  • Til hamingju með afmælið mótorhjólastelpa. Mundu kökuna
  • K A K A
  • Súkkulaði kaka eða bara gulrótartertu
  • Má vera skúffukaka
  • Please
  • afmæli, afmæli,afmæli,afmæli,afmæli,afmæli,afmæli,afmæli,afmæli, mig langar í köku
  • Risessa Risessa Risessa mig langar í köku
  • Við risessurnar borðum kökur
  • Mér þykir vænt um risessur og mig langar í köku
  • Ertu búin að fá nóg af kveðjum, ef ekki enn og aftur til hamingju með afmælið kv, Risessan
  • Ísland er með heppnari þjóðum að eiga manneskju sem þig
  • Svífur yfir Esjuna afmælismær
  • Ertu komin í afmælisfötin; upphlut og sauðskinsskó?
  • Afmælisstelpur fara í spariföt.

Þarna á þessum tímapunkti tók ég ákvörðun. Ég ætlaði að kaupa tertu og fara "fín" í vinnuna og gefa þessum elskum tertur.  Enda hvernig er hægt að standast svona kveðjur? Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband