24.8.2007 | 14:22
24.ágúst kl.11:00
Ég varð auðvitað að fara í bakarí. Nánar tiltekið í Bakarann á hjólinu sem er hér á næsta götuhorni. Alveg yndislegt bakarí. Mæli alveg hiklaust með því Svo koma annað SMS reyndar ekki frá þessum elskum heldur gamalli æskuvinkonu. En þær voru heldur ekki alveg hættar.
Hér eru SMS-in :
- (Edda Sigga) Til hamingju með daginn gamla mín
- a... f... m... ææææææ.... l.... i í dag húrra fyrir þér
- Ég elska afmælistertur
- Lýður hér. Til hamingju með afmælið Anna. Björg er að kaupa afmælispakka, ég timi ekki mínum peningum.
- Til hamingju rúsinubollan mín... musi musi krusi
Haldið þið að það sé í lagi með þessar samstarfskonur? Hahaha... nú var ég komin í vinnuna með tertur og jurtarjóma á sprautu. Lét aðra þeirra vita að ég væri komin. Þá kom SMS:
- Hæ. Ég er alveg að koma HVERNIG ÞEKKI ÉG ÞIG? Í HVERJU VERÐUR ÞÚ?
- (Ég svaraði vitandi að þetta væri Steinunn, að það væri óvænt)
- (Steinunn) Ég er að koma. Ég verð í einkennisbúningi svo að þú þekkir mig (Garðheimabol)
Þær gáfu mér alveg rosalega fallegan blómvönd. Heppilegt að hann var í stíl við mig, afmælisbarnið. En ég ákvað að vera ekta afmælisbarn með kórónu og í bleiku tjullpilsi. Flottara gerist það ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.