24.8.2007 | 17:56
24.ágúst kl.13:00
Eftir að vera búin að "narta" í SMÁ tertusneið þá fór ég heim þar sem Lilja sys ætlaði að renna við í smá innlit. Hún vildi engar veitingar (ekki eins og sumir) heldur smá kaffi og búið. Ennþá dundu SMS-in í símann minn og ég hafði hreinlega ekki undan að lesa þau. Enda voru þær (Steinunn og Ólöf) ekkert lítið ánægðar með mig að mæta svona fín.
Lilja kom og færði mér nokkra skemmtilega pakka. Allt merkt Marylin Monroe, ekki leiðinlegt það Það var serviettupakki, bók með nokkrum staðreyndum um Monroe og svo þessa flotta popkorns box. Nú á ég sko flottastu popkornsskálina! En SMS-in komu í stíðum straumum. Þau sem eru ómerkt eru frá þessum elskum, ýmist Steinunni og Ólöfu.
- Takk fyrir mig. Þú ert gullfalleg
- Mikið rosalega ertu flott
- Mikið lítur þú vel út beiby, frábær kórona
- Mega bleik afmælisstelpa
- Allt er 44 ára Rissessu fært
- Hver er mesta krusidullan á Íslandi í dag?
- Það er snigillinn hún anna sem fýkur yfir hæðir á mótorfáki.
- Ekkert er betra en afmæli
- Til hamingju Ísland því þú fæddist hér
- (Maggi Viðar) Hjartanlega til hamingju með daginn! Agla Marta + Maggi Viðar = Erna Lilja
- Geymd en ekki gleymd afmælisstelpa
- Bleikur er heitur
- Bleikt er langflottast á afmælisstelpum
- Afmæli Afmæli Afmæli Afmæli Afmæli
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.