24.8.2007 | 20:03
24.ágúst að kvöldi
Svo fór ég aðeins inn á MSN í dag og þar poppuðu upp kveðjur frá nokkrum : Erlu, Lilju sys, Ingu Sigrúnu og Kristínu Andreu.
Kjartan bróðir sendi mér skemmtilegan tölvupóst. Ég veit að það eru einhverjir póstar í vinnunni. Komst að því að Aðalsteinn sendi þangað. Ég kíki kannski á það um helgina
Nokkrir lögðu það á sig að hringja og óska mér til hamingju með daginn. Það voru: Anton & Svana, Ditta mágkona, Guðrún frænka (frá Stokkhólmi), Ásta, Sússý frænka, Susanne, Aðalsteinn og svo Ditta mágkona aftur til að tilkynna mér það að ég var að eignast frænku á afmælisdaginn minn. Bróðursonur minn að eignast frumburðinn sinn. Til hamingju með stúlkuna elsku Kiddi og Guðný.
Það er ekki annað hægt en að vera glaður á svona dögum. Mikið er maður heppinn að hafa þessa gullmola í kring um sig.
Athugasemdir
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Anna mín hún á afmæli í dag.
Til hamingju með afmæli Anna mín nú þurfum við að fara að hittast það er best að ég fari bráðum að bjóða aftur í sumarbústaðinn þetta þarf að verða ákveðinn siður hjá okkur að hittast þar á haustin er það ekki góð hugmynd? Hafðu það gott Anna mín og við sjáumst og heyrumst síðar.
Guð ný Arndís Olgeirsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 20:46
Takk fyrir afmæliskveðjur Guðný mín.
Lýst vel á að hittast aftur í sumarbústaðinum. Ekki slæmur staður að sækja þar. Flottur bústaður í fallegu umhverfi.
Anna Viðarsdóttir, 25.8.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.