24.ágúst kl.23:59

Ég hélt að nú væru SMS-in hætt enda langt liðið á kvöldið. En nei ekki alveg.

  • lisa
  • (Steinunn) Lísa bað mig að senda þér afmæliskveðju
  • Ég svaraði til baka að það væri ekki leiðinlegt að fá kveðju frá Lísu. En Lísa er íslenskur hundur.
  • (Steinunn) Fagra litla diskó dís
  • Nú var ég farin að halda að sumar væru komnar í svefngals. Alli bað mig um að spyrja hvort að þær, Steinunn og Ólöf, hefðu munað eftir að taka inn lyfin sín W00t Hahahahaha!
  • (Steinunn) Já, grænu töflurnar þær hafa þessi áhrif.
  • (Ólöf) Afmælisstelpur fara sætar í rúmið. Góða nótt Bleika skvísa. Kv, Ólöf
  • (Helgi) Til hamingju með daginn! Var ekki Bara fínt að fá eina frænku í ammælisjöf? Wink Góða nótt.
  • (Steinunn) Þá er afmælisdagurinn alveg að klárast. Vona að þú hafir notið hans og ekki orðið meint af smsinu.
  • (Steinunn) Til hamingju með daginn krúsidulla og takk fyrir kökurnar. Þær voru æði. Hafðu það gott í fríinu þínu.
  • (Steinunn) Góða nótt. Með kveðju Steinunn og Lísa
  • -Nú hélt ég að Steinunn væri hætt. En hún var sko sest við tölvuna og greinilega ekki í stuði til að fara að sofa-
  • (Steinunn) Bank bank
  • (Steinunn) Hver er þar?
  • (Steinunn) Lýður
  • (Steinunn) Hvaða Lýður?
  • (Steinunn) Lýður bara vel eftir svona góðan afmælisdag bleika skvísa.
  • (Steinunn) Nú er afmælisdagur að kveldi komin.
  • (Steinunn) Nú breytist rissessan bráðum aftur í öskubusku
  • (Steinunn) Öskubuska var heppin hún fékk prinsinn eins og bleika skvísa
  • (Steinunn) En Rissessan á flottari bleika skó
  • (Steinunn) Það er vont að ganga á glerskóm
  • (Steinunn) Góða nótt. .............................................
  • (Steinunn) Nú afmælisdagur er búinn
  • -Ég sendi henni skellihlæjandi sms þar sem ég sagði að nú ætti hún að fara að sofa. Ég var alveg farin á límingunum yfir þessu. Hló svo mikið að ég var farin að tárast-
  • (Steinunn) Já gamla er á leiðinni í rúmið

Þetta var alveg ótrúlega fyndið. Það var alveg sama hvar ég var, alltaf heyrði ég SMS pípið í símanum mínum. Steinunn þessi elska hefur verið kominn í einhvern þvílíkan gír undir það síðasta að ég hafði ekki undan að lesa. Enda er þetta svo lítið mál þegar farið er inn á siminn.is og slegið inn frá tölvulyklaborði. Ég skal spara ykkur talninguna. Þetta eru 112 SMS sem ég fékk í símann minn þennan afmælisdag minn.

Takk fyrir mig. Hafði ekki lítið gaman af þessu.... og bara að minna ykkur á Steinunn og Ólöf! Ég veit alveg hverjar eiga afmæli í október! Hahahahaha Devil Bíðið bara!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Hahaha... ég hélt að þetta væri Steinunn þarna undir það síðasta. En það var víst hún Ólöf, litli púkinn sá arna. Fékk SMS í dag frá henni eftir að hún var búin að kíkja á þetta. Þar sagði hún að nú væri henni skemmt. Það hefði verið hún sem átti heiðurinn af síðustu hrinunni, ekki Steinunn eins og ég hélt. Sorry Steinunn, hahaha.

Anna Viðarsdóttir, 25.8.2007 kl. 18:13

2 identicon

Halló Anna. 

Lýður hér.  Lýður bara vel eftir skemmtilega 24. ágúst.  Þá á hún stórvinkona mín afmæli hún Anna.  Björg er enn að leita að gjöf sem hæfir hennar fjárhag handa þér´.  En ég held að ekkert toppi 112 sms skeyti í afmælisgjöf.  Kveðja Lýður

Lýður (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 21:51

3 identicon

Hæ Gamla geit  'Eg á nú nokkrar sendingar undir lokin líka þannig að minn er heiðurinn að hafa tekið þátt í að gera daginn hjá þér eftirminnlegan og segðu Alla að það sé ekkert að okkur við erum bara sveitavargar eins og hann og venjulega allgerir englar. kv Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband