Mango

O-mæ-got! Ég var að uppgötva það að ég hef aldrei keypt mér Mangó ávöxtinn fyrr. Hef smakkað hann hjá öðrum, en aldrei neitt pælt sérstaklega í honum. Guð minn góður hvað ég lenti í miklum vandræðum. Sko... plan kvöldsins var að ég mátti fá mér hálfan mangó ávöxt. Allt í lagi með það... þangað til að ég ætlaði að skera hann í sundur Shocking Ég held að það þurfi meirapróf á svona fyrirbæri. Hvernig í ósköpunum á maður að skera í sundur þennan ávöxt. Getur kannski verið að ég hafi verið með óþroskaðan ávöxt? Hann var með harðan og trénaðan kjarna. Á hann að vera þannig? H.J.Á.L.P.!

 

P8300419
Mangóinn minn eftir krufningu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá mangó sem seldur er á íslandi er oftast illa þroskaður og ekki gaman að borða hann.. því miður...en jú það á að vera hörð miðjan í honum.. það er"fræið" Svo á hann að vera mjúkur þ.e kjötið. þú átt að geta skorið hann í tvennt og snúið efri helmingnum af.. eftir því sem það er auðveldara því þroskaðri er hann og betri.. Geymdu hann í nokkra daga undir koddanum þínum.. hi hi .. eða þannig.. eða bara við stofuhita t.d og þá skánar hann um allan haug á bragðið. því að illa þroskaður er hann nánast bara vondur.. eins og hann getur verið góður " rétt" þroskaður

 Kv Erla .. sérlegur áhugamaður um átuogmeðferðmangóávaxta

Erla Björg (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:44

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ég vissi að það myndi leynast Mangó-sérfræðingur í gullmolahópnum mínum. Takk fyrir þetta Erla. Þú stendur þig vel!

Anna Viðarsdóttir, 31.8.2007 kl. 15:45

3 identicon

Baggalútur getur kannski hjálpað þér eitthvað.  Lag af síðustu plötu þeirra innihélt eitthvað um mangó og fleiri ávexti

ónafngreindur aðdáandi Önnu (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 14:10

4 identicon

Nú skora ég á þig að prufa að leita uppi Dragonfrut.. og borða hann.. Geymdu hann við stofuhita í nokkra daga og láttu svo til skarar skríða.. kemur á óvart hvað þessi annars mjög ljóti ávöxtur er góður á bragðið.. og flottur að innan..

Svo þegar að þú ert búin að þessu þá er til annar sem heitir karambula.. hann er mjööög góður líka eftir að hafa fengið að leika sér úti við stofuhita í sá stund..

Þetta er gríðarlega spennó að prufa svona "erótíska" exotiska ávexti sem eru ljótir.. þetta er eins og með fiskinn.. því ljótari sem hann er .. því betri er hann á bragið..

Erla Björg (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 14:17

5 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Mér fannst ég alveg nógu huguð að prufa Mangó. En eitthvað sem heitir Dragonfrut eða Karambula... hljómar ekki vel   Það er samt aldrei að vita hvað maður slysast til að gera í framtíðinni.

En spennandi... ég á þarna einhvern ónafngreindan aðdáanda???

Anna Viðarsdóttir, 1.9.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband