11.9.2007 | 19:19
Frk óþolinmóð
Ég verð nú bara að játa að ég er frekar óþolinmóð núna... búin að vera svakalega dugleg í mataræði og að mæta í sprikl í rétt rúmar tvær vikur. Það eru farin 2,1kg en fjögur hjá sumum tjellingum í þessum hópi Ég skil ekki hvernig það er hægt! Ég er ekkert lítið afbrýðisöm, verð ég að játa. En það er bara að harka af sér og gefast ekki upp
En svo er maður að bíða eftir að tvær nálægt mér léttist þokkalega á skömmum tíma. Guðrún frænka er að koma með sitt annað barn og Erla vinkona sitt fyrsta. Ég ætla mér nú ekki að fara í þann "megrunarkúr" hehehe! Læt aðrar um það. En maður bíður spenntur eftir tíðinum.
Athugasemdir
Haldið þið að maður hafi svo ekki fengið SMS í gær frá Erlu. " Hann Emil er fæddur kl.18:52. Skolhærður og alveg eins og pabbi sinn. Rúmar 14 merkur" Til hamingju með frumburðinn elsku Erla og Vilberg. Það var eitthvað svo eftir ykkur að koma með barn á þekktum degi. 11.september!
Til hamingju með þetta. Get ekki beðið eftir að hitta hann og segja honum allt um mótorhjól
Anna Viðarsdóttir, 12.9.2007 kl. 11:37
Anna Viðarsdóttir, 13.9.2007 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.