17.9.2007 | 16:33
Púkar á Patró?
Hitti hana Öldu vinkonu mína á laugardaginn. Hún sagði mér frá mjög svo skemmtilegu atviki. Þannig var að þegar að Patreksfirðingar fóru á stjá á föstudagsmorguninn þá var búið að setja skilaboð undir rúðuþurrkublöðin á öllum bílunum á Patró. Ekkert um hvað væri í gangi eða nein skýring um hver væri á ferðinni og hvers vegna. Skilaboðin voru á ýmsan máta og tengdust lífinu og dásemi þess. Síðan var skreytt með hjarta. Fréttin komst á netið og birtist fyrst á Vesturbyggð svo var það komið á Bæjarins Besta og loks á mbl.is
Gaman að þessu, sérstaklega þegar að þetta er nafnlaust ...og engin skýring.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.