Bæ bæ Goðheimar!

Yeesss! Búin að selja Goðheima. Mér fannst þessi tæpi hálfi mánuður alveg ótrúlega lengi að líða. Fullt af fólki að skoða hjá mér og loksins eitt tilboð. Ákváðum að taka því. Enda finnst mér skratti gott að fá tæpar 25millur fyrir íbúð sem ég keypt fyrir þremur árum síðan á 16,5. Það er nokkuð góð fjármögnun, er það ekki?

Jæja, nú getur mín farið að setja niður í kassa og flokkað hvað á að eiga, hvað á að henda og hvað ætla ég að selja í Kolaportinu Wink

Þetta er og verður bara gaman og ekkert annað! Nægur tími, þarf ekki að afhenda Goðheimana nærri strax. Síðasta lagi 1.des. Bara brilliant!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bank bank.  Lýður hér.  Er ég nokkuð í  vitlausu húsi? Býr ekki ANNA BLEIKA hér eða er hún flutt í bílskúrinn í kívatuag?  Til hamingju með söluna á Goðheimum, þetta er ekki neinn smá gróði, bara eins og að vinna einu sinni í LOOTTTTTTTTTTTTÓ allveg eins og ég

Lýður (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Til hamingju með söluna! Þú lætur okkur svo vita hvenær þú verður í Kolaportinu

Áslaug Kristinsdóttir, 28.9.2007 kl. 22:15

3 identicon

Til lukkkkkkku með söluna. Synd að þú skulir vera að selja herbergið " mitt" ég á svo góðar minningar þaðan. Álfamyndin á veggnum sem þú málaðir rétt á eftir að ég " flutti inn" svo svaf ég fyrst á loftsæng.. svo fékk ég mér loksins rúm og var svoooo stollt af því.. sem við Bínó deildum í nokkrar vikur. Búa í ferðatösku... æææ bara yndislegur tími.. verð ég að segja..en núna á ég sjálf herbergi svo að þú skalt bara njóta þess að pakka niður í kassann.. þennan eina sem þú þarft fyrir skóna þína..eða fylgir eitthvað meira dót þér?? hi hi.. Láttu vita þegar að þú flytur og ef að þú þarft hjálp...sjáum hvort að það finnist ekki burðardýr fyrir þig.

Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 13:11

4 Smámynd: Oddný Guðmundsdóttir

Sko, hvað má ég segja.

Fékk alltaf að sofa uppí hjá Önnu, fyrst kemur einhver Alli og tekur plássið mitt og svo á bara að selja ... og hvað svo?? Verður plássa fyrir mig í nýju íbúðinni ó..nei mér verður örugglega skutlað í bílskúrinn Eins gott að ég kaupi mér bara íbúð í Reykjavík þegar að ég kem heim aftur. He, he.......  

Til hamingju með nýju íbúðina krúsin mín

Oddný Guðmundsdóttir , 1.10.2007 kl. 21:42

5 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar. Ég er búin að vera frekar léleg að koma inn á síðuna undanfarna daga. Þarf að fara að taka mig á. En Oddný mín, þú ert alltaf velkomin að gista. Það er gert ráð fyrir gestaherbergi. Kannski ekki alveg þessar næstu vikur, þar sem tengdamamma er í bænum og verður einhverjar vikur. En svo er bílskúrinn líka svo flottur að það má alveg setja upp fleti þar... hahahaha  Nei bara grín.

Já, og takk fyrir gott boð Erla mín. Það eru allir svo góðir og boðlegir að það eru komin heill her manns sem er tilbúin að hjálpa við flutningarnar. Þetta verður löðurléttur flutningur greinilega. Svakalega hlakka ég til

Anna Viðarsdóttir, 9.10.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband