Nýr borgarstjóri

Ég hef nú ekki haft það til siðs að vera með stjórnmálaumræður hér á bloggbullinu mínu, en ég get ekki orða bundist og verð að óska reykvíkingum til hamingju með... ekki endilega nýja borgarstjórann, heldur að vera laus við Villa Vill. Ég sé reyndar alltaf eftir Þórólfi Árnasyni. Get seint fyrirgefið olíufurstunum fyrir að gera hann að blóraböggli og sitja sjálfir í skugganum og láta sem þetta komi þeim ekki við.

En ég rakst á einn bloggara sem kom með ágætis upptalningu um Villa Vill. Kíkið á það hér .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband