Mæli með TT1

Ég fór í lokamælingu hjá Báru í gær. Er ekki búin að vera nógu duleg, ef að ég á að segja eins og er Blush En... þegar að niðurstaðan er skoðuð, þá er þetta ekki svo slæmt. Maður sér að þegar að það er haldið sig við efnið eins og þær Ólöf og Sunny gera þá rennur af manni lýsið. Enda var þeirra útkoma mun flottari en hjá mér. Ég missti 5,1 kg og mig munar sko um minna!

Svo maður tali nú ekki um sentimetrana! Ég gef ekki upp hvað ég var og er í cm, heldur upptalningu á cm sem fóru :

6 - 6 - 8 - 4 - 2 - 2 - 3 - 3 - 3 = 37cm Smile 

Má ég bara benda ykkur á að dáðst sérstaklega að mér, næst þegar að þið hittið mig Wink 

Má ég treysta því? Ef þið eigið erfitt með að koma orðum að því þá get ég hjálpað. Getið sagt sem dæmi : Mikið lítur þú vel út baby... frábært hár!  (Má alveg syngja þetta a la Stuðmenn)

Tounge Hahahaha!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Til hamingju, hlakka til að sjá þig!! Ég ætti kannski að fara til Báru, ég má alveg missa 5 kíló. Ég er bara ekki alveg búin að jafna mig eftir að ég keypti árskort fyrir nokkrum árum í líkamsræktarstöð sem var lokað stuttu eftir að ég var búin að kaupa árskortið  

Áslaug Kristinsdóttir, 24.10.2007 kl. 17:57

2 identicon

Bank bank. Lýður hér.  Mikið lítur þú vel út beybí og er með frábært hár.  Kveðjar Lýður.

ps.  Björg var svolítið abbó þegar ég sagðist ætla að fá STuðmenn sjálfa til að syngja þetta fyrir þig(hún hefur ekki efni á því sjálf) svo ég sendi þetta bara á tölvutæku formi. 

Lýður (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 18:37

3 identicon

Ég var búin að segja það við þig.. þú hefur staðið þig vel í slimminu greyið mitt.. það stór sést á þér.. 

Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Já þakka þér kærlega fyrir það Erla mín  Það gladdi mitt "netta" hjarta að fá hrósið frá þér

Anna Viðarsdóttir, 29.10.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband