Loksins flutt!

Jæja nú erum við loksins flutt. Þetta var frekar löng fæðing hjá okkur. Við erum bara svo værukær þegar að við erum komin heim. Það verður bara að játast. En... þetta er ekki alveg búið. Á eftir að skila gömlu íbúðinni af mér og það er ekki alveg búið að tæma. Nú ætlar mín að vera skiplögð þessa viku og klára dæmið. Verst að það er svo mikið að gera hjá mér. Ég má bara ekkert vera að þessu. Svei mér þá ef að það ætti ekki bara að setja í lög að fólk fái alla vega 1 viku frí frá vinnu þegar að það skiptir um húsnæði. Úfff... það veitti ekki af því.

En það er bara að spýta í lófana, bretta upp ermarnar... já og hvað sem þetta kallast allt saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má hysja upp um sig sokkana... bíta í axlirnar og spýta í ermarnar líka... Gangi þér vel vinan.. og nánast nágranni...

Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband