13.11.2007 | 11:24
Enn ein helgin búin
Úfff... þetta er ekki fyndið hvað tíminn líður hratt. Ég verð að játa að ég er ekki alveg að fatta þetta. Líklega er maður með of stífa dagskrá sem gerir það að verkun að það vantar fleiri tíma inn í sólarhringinn. En það er auðvitað val hvers og eins. Við eigum alveg að geta ákveðið hver fyrir sig hvernig studnatafla vikunnar er. Það þarf jú ekki að gera allt og taka þátt í öllu.
Nú erum við Alli að koma okkur fyrir á nýja staðnum og maður er svona að spá í fyrirkomulagið í húsinu. Sá sem átti íbúðina á undan okkur skildi t.d með rauð slönguljós eftir í þvottahúsinu mér til mikillar skelfingar. Ég bara var ekki að trúa því að fólkið ætlaði að skreyta húsið með slönguljósum eins og notað er á bensínstöðvum og atvinnuhúsnæðum. Oj bara. Ekki mín tegund af jólaskrauti. En svo þegar að ég ræddi við nágrannan þá kom í ljós að hann hafi verið á ská og skjön við hina, svo að það var mkill léttir. Svalirnar verða með mislitum perum. Það er lítið mál, þar sem ég á þannig seríu fyrir
Svo komst ég að því að næsta sumar á okkar hluti af húsinu að sjá um sláttinn á grasinu í kringum húsið. En þessir tveir stigagangar skipta á milli sín slættinum með þessu móti. Eitt sumarið eru þau á nr. 27 með sláttinn og næsta sumar við og svo koll af kolli. Ég er búin að finna sláttuvélina sem mig langar í. Ef að ég fæ samþykki fyrir þessum kaupum þá veit ég að vil Alli munum slást um að fá að slá blettinn, hahaha
Athugasemdir
Mig vantar líka svona. Vistu hvar hún fæst og hvað hún kostar. Mosi
Mosi (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:15
Við setjum bara Anton í málið og fáum hann til að kaupa svona inn. Þá getum við auglýst í Garðheimum næsta vor þessar flottu mótorhjólasláttuvélar handa töffurum eins og okkur.
Anna Viðarsdóttir, 14.11.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.