23.11.2007 | 10:39
FURNAN - sú sem vill eiga völina
19.02-29.02 og 24.08-02.09
Hún veit vel um aðdráttarafl sitt. Hún er líka ögn sjálfselsk og kann vel við sig í glöðum og góðum hópi. Hún á ekkert til sem heitir að láta ekki á sér bera. Djörf og frjáls er hún alls staðar eins og fiskur í vatni. Þetta er góður félagi, en reynslan verður að skera úr um hver góður vinur hún er. því gerist það að ástin er fljót að brenna upp hjá henni. Hún slokknar jafn fljótt og hún kviknar. furan fær oft að reka sig á og henni er tamt að gefast nokkuð fljótt upp. Því mæta henni mörg vonbrigði. Hún finnur helst frið í vinnunni meðan hún er að jafna sig. Hún er ágætur skipuleggjandi og nýtur trausts meðal annnarra.
Fyrir utan mig sjálfa þá man ég eftir Steinunni Stefáns vinkonu sem fellur undir þessa sömu trjátegund og svo jú Gurrý Jóhanns líka. Steinunn í feb og Gurrý í sep.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.