26.11.2007 | 15:23
EPLATRÉÐ - ástin
01.01 og 25.04-04.07 og 23.12-31.12
Það sem eplatréð þráir mest er að elska og vera elskað. Það er ástfangið allt sitt líf. Það glatar ekki því aðdráttarafli sem það hefur fyrir hitt kynið, þótt það sé komið á gamals aldur. Í ástum er það nærgætnin sjálf og á til nóga tryggð, ef því er að skipta. En afskiptaleysi þolir það ekki, eigi samband með því að vera gott. Séu aðstæðurnar réttar getur eplatréð náð miklu áliti og virðinu. Það lifir þó fyrir daginn í dag og hugsar lítt um morgundaginn. Þetta er áhyggjulítill heimspekingur, gæddur nægu ímyndunarafli. Eplatréð á ekki eigingirni til. Það gæfi sína síðustur skyrtu, ef því væri að skipta. En fyrir vikið er líka hætta á að ýmsir nota sér veglyndi þess.
Hmmm... ég þekki nokkra hér. Alli minn, Hinni bróðir hans og Bylgja, Edda samstarfskona mín, Svana vinkona, Ninna, Baldvin bróðir, Guðrún frænka og Skúli pabbi hennar. Maggi Þór hennar Ingu svo eitthvað sé talið upp.
Athugasemdir
Hvað með mig? :-)
...og hvaða speki er þetta?
Björgvin Kristinsson, 1.12.2007 kl. 17:04
Já alveg rétt karlinn minn, þú ert hvað... 11.maí er það ekki? Líklega mundi ég það ekki af því að þú hefur aldrei boðið mér í afmælið þitt!
Hehehe...
Þú getur lesið um þessa speki á bloggbullinum mínu 11.nóv
Anna Viðarsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.