Kolaportið

Ég hef nú áður nefnt Kolaportið hér á bloggbullinu mínu. Ætla að koma aftur inn á það. En það stafar að því að ég fór ásamt tveimur öðrum þar síðustu helgi. Tókum þrjár saman tvo bása. Ég endaði helgina á því að vera búin að selja alls konar dót sem ég ætlaði jafnvel að henda. Stóð uppi með 36þúsund í peningum. Ekki er það eitthvað sem maður týnir upp af götunni! Mér fannst þetta bara vel af sér vikið. Mæli alveg með þessu, en menn þurfa að vera búnir að gíra sig í þetta og helst að vera búin að fara nokkrar ferðir í heimsókn áður, til að fá tilfinninguna. Ég man bara þegar að ég fór þangað fyrst... úff... ég taldi skrefin þanngað til ég komst út! En í dag er þetta allt annað mál. Bara gaman að kíkja á mannlífið. Mæli með því Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband