ÁLMURINN - sá góðlyndi

12.01-24.01 og 15.07-25.07

Hann hefur gott skopskyn og er hagsýnn og greindur. Hann nýtir öll tækifæri skynsamlega. Hann skipuleggur líf sitt fram í tímann. Hann er skjótur að ávinna sér trúnað annarra og nýtur ágætis álits í starfi. Hann er góður stjórnandi en er minna gefið um að hlýða. Hann gerir miklar kröfur og á vont með að fyrirgefa yfirsjónir annarra. En þótt hann geti veirð harðdrægur, þá á hann líka til veglyndi og er rólegur og yfirvegaður. Hann er ástvini sínum tryggur og heill. Fjölskylduskyldurnar tekur hann líka mjög alvarlega. Hann vill ekki gera eninum lífið erfitt - ekki einu sinni sjálfum sér! Þótt álmurinn sýnist venjulega hinn hressasti, þá er það samt svo að heilsa hans er tæp og hann veikist oft.

Ég man eftir Hönnu Birnu vinkonu hér innan þessa ramma. Kristín Andreu líka og þá held ég að það sé upptalið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband